Lög­reglan á Suður­landi hefur á­kveðið, í kjöl­far fundar með Svæðis­stjórn björgunar­sveita á svæði sex­tán sem fram fór í Vík í gær­kvöldi, að hætta form­legri leit að Rimu Grun­skyté Feli­ksas­dóttur. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef lög­reglunnar.

Rimu hefur verið leitað frá því þann 23. desember síðast­liðinn. Hún er talin hafa fallið í sjó af Dyr­hóla­ey þann 20. desember og látist við það. Leit að henni hefur ekki borið árangur.

Leitinni hefur verið sinnt bæði form­lega af stórum hópum björgunar­sveitar­manna og einnig af minni hópum sem fylgst hafa með reki á fjörur á lík­legum stöðum.

Á vef lög­reglunnar kemur fram að því ó­form­lega eftir­liti verði á­fram sinnt eftir því sem að­stæður eru metnar og taldar gefa til­efni til hverju sinni.