Óformlegar viðræður formanna stjórnmálaflokkanna um framhald stjórnarsamstarfs halda áfram í dag. Fundað verður í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi í dag.

Formennirnir funduðu í gær utan Reykjavíkur og miðar viðræðum vel áfram að því er fram kemur á RÚV.

Eftir fundinn í dag munu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ræða stöðuna og framhald viðræðna með sínum flokkum. Sigurður Ingi Jóhansson fundaði með Framsóknarflokknum í dag.

Líklegt þykir að Katrín muni upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um gang mála eftir fundina.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að áhersla væri lögð á að finna flöt í ágreiningsmálum í stjórnarmyndunarviðræðum. Miklar líkur séu taldar á því að Katrín verði áfram forsætisráðherra en stokkað verði upp í ríkisstjórninni að öðru leyti.

Um helgina eða á mánudag munu oddvitar stjórnarflokkanna líklega hefja formlegar viðræður og hefja af alvöru viðræður um verkaskiptingu milli flokkanna og ráðuneyta. Ásamt því að vinna að gert stjórnarsáttmálans.