For­­maður stjórnar Ís­­lensku kvik­­mynda- og sjón­­varp­sakademíunnar (ÍKSA) harmar þau mis­tök að hafa veitt kvik­myndinni 690 Vopna­fjörður undan­þágu til um­sóknar um Eddu­verð­laun 2019 án þess að hafa haft heimild stjórnar fyrir því.

Í yfir­lýsingunni segir að stjórnin harmi mis­tökin og átti sig á al­var­leika málsins. Heimildarmyndin Litla Moskva var tilnefnd í staðinn fyrir 690 Vopnafjörð.

Hins vegar furðar stjórnin sig á „ó­rök­studdum á­sökunum fé­lags­manns um spillingu í störfum akademíunnar“. Frétta­blaðið greindi fyrst frá málinu og tók þá við­tal við kvik­mynda­gerðar­konuna Huldu Rós Guðna­dóttur sem lýsti yfir van­trausti á stjórnina vegna málsins og hótaði að sniðganga hátíðina í ár.

Stjórnin vísar ásökunum Huldu alfarið á bug og kveðst starfa af heilindum.

Myndirnar sem tilnefndar eru í flokknum Heimildarmynd ársins:
UseLess
Svona fólk 1970-1985
Litla Moskva

Yfir­lýsing formanns ÍKSA 

Sú breyting hefur orðið á áður kynntum til­nefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimilda­mynda, að til­nefning myndarinnar 690 Vopna­fjörður fellur út og í hennar stað er til­nefnd myndin Litla Moskva. 

Stjórn Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar áttar sig á al­var­leika málsins og harmar þau mis­tök sem áttu sér stað þegar up­haf­lega var til­kynnt um til­nefningar og biður að­stand­endur heimilda­myndarinnar 690 Vopna­fjörður inni­lega af­sökunar á þeim. 

Um­rædd mis­tök má rekja til þess að for­maður Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar veitti 690 Vopna­fjörður undan­þágu til um­sóknar um Eddu­verð­laun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undan­þága á ó­full­nægjandi upp­lýsinga­leit. 

Yfir­lýsing stjórnar ÍKSA 

Stjórn Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á ó­rök­studdum á­sökunum fé­lags­manns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjöl­miðlum ný­verið. 

ÍKSA er sam­eigin­legur vett­vangur hags­muna­fé­laga kvik­mynda­gerðar­manna í landinu, með það eitt að mark­miði að stuðla að eflingu ís­lenska kvik­mynda- og sjón­varps­geirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­verð­launanna, ár hvert. 

Stjórnar­með­limir eru til­nefndir af fag­fé­lögum innan sjón­varps- og kvik­mynda­geirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfs­reglum Eddunnar. 

Undir­rituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa á­sökunum um spillingu al­farið á bug.

Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaður

Stefanía Thors, FK, ritari

Helga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandi

Fahad Jabali, FK, meðstjórnandi

Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi

Silja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandi

Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi