Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

For­­maður stjórnar Ís­­lensku kvik­­mynda- og sjón­­varp­sakademíunnar (ÍKSA) harmar þau mis­tök að hafa veitt kvik­myndinni 690 Vopna­fjörður undan­þágu til um­sóknar um Eddu­verð­laun 2019 án þess að hafa haft heimild stjórnar fyrir því.

Frá Eddunni í fyrra. Fréttablaðið/Ernir

For­­maður stjórnar Ís­­lensku kvik­­mynda- og sjón­­varp­sakademíunnar (ÍKSA) harmar þau mis­tök að hafa veitt kvik­myndinni 690 Vopna­fjörður undan­þágu til um­sóknar um Eddu­verð­laun 2019 án þess að hafa haft heimild stjórnar fyrir því.

Í yfir­lýsingunni segir að stjórnin harmi mis­tökin og átti sig á al­var­leika málsins. Heimildarmyndin Litla Moskva var tilnefnd í staðinn fyrir 690 Vopnafjörð.

Hins vegar furðar stjórnin sig á „ó­rök­studdum á­sökunum fé­lags­manns um spillingu í störfum akademíunnar“. Frétta­blaðið greindi fyrst frá málinu og tók þá við­tal við kvik­mynda­gerðar­konuna Huldu Rós Guðna­dóttur sem lýsti yfir van­trausti á stjórnina vegna málsins og hótaði að sniðganga hátíðina í ár.

Stjórnin vísar ásökunum Huldu alfarið á bug og kveðst starfa af heilindum.

Myndirnar sem tilnefndar eru í flokknum Heimildarmynd ársins:
UseLess
Svona fólk 1970-1985
Litla Moskva

Yfir­lýsing formanns ÍKSA 

Sú breyting hefur orðið á áður kynntum til­nefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimilda­mynda, að til­nefning myndarinnar 690 Vopna­fjörður fellur út og í hennar stað er til­nefnd myndin Litla Moskva. 

Stjórn Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar áttar sig á al­var­leika málsins og harmar þau mis­tök sem áttu sér stað þegar up­haf­lega var til­kynnt um til­nefningar og biður að­stand­endur heimilda­myndarinnar 690 Vopna­fjörður inni­lega af­sökunar á þeim. 

Um­rædd mis­tök má rekja til þess að for­maður Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar veitti 690 Vopna­fjörður undan­þágu til um­sóknar um Eddu­verð­laun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undan­þága á ó­full­nægjandi upp­lýsinga­leit. 

Yfir­lýsing stjórnar ÍKSA 

Stjórn Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varp­sakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á ó­rök­studdum á­sökunum fé­lags­manns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjöl­miðlum ný­verið. 

ÍKSA er sam­eigin­legur vett­vangur hags­muna­fé­laga kvik­mynda­gerðar­manna í landinu, með það eitt að mark­miði að stuðla að eflingu ís­lenska kvik­mynda- og sjón­varps­geirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­verð­launanna, ár hvert. 

Stjórnar­með­limir eru til­nefndir af fag­fé­lögum innan sjón­varps- og kvik­mynda­geirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfs­reglum Eddunnar. 

Undir­rituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa á­sökunum um spillingu al­farið á bug.

Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaður

Stefanía Thors, FK, ritari

Helga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandi

Fahad Jabali, FK, meðstjórnandi

Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi

Silja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandi

Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lýsir yfir van­trausti á stjórn Eddunnar og ÍKSA

Innlent

Stjórn Eddunnar fundar vegna á­sakana um spillingu

Innlent

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Auglýsing

Nýjast

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Auglýsing