Jóhannes Loftsson er fjórði formaðurinn sem sest í Formannsstólinn á vef Fréttablaðsins en hann formaður Ábyrgrar Framtíðar.. Í formannsstólnum svara formenn flokka sem bjóða sig fram til Alþingis misalvarlegum spurningum blaðamanna Fréttablaðsins. Allir formenn fengu sömu spurningar sendar í tölvupósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.
Jóhannes er byggingarverkfræðingur og efnaverkfræðingur að mennt og er upphafsmaður coviðspyrnunnar, sem að hans sögn, er sú fyrsta sem var stofnuð hér á landi um gagnrýni á öfgar í sóttvörnum. Ábyrgð framtíð býður fram í einu kjördæmi á landinu, það er Reykjavíkurkjördæmi Norður.
- Hvað ertu gamall/gömul?
48 - Hvaða fornafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Hann - Hvaða flokk ertu í framboði fyrir og hvaða kjördæmi?
Ábyrg Framtíð í Reykjavíkurkjördæmi Norður - Áttu heima í kjördæminu sem þú býður þig fram í?
Nei, bý innan við 100 metra frá því. - Hvers vegna býður þú þig fram?
Til að verja frelsi og mannréttindi í viðskiptum, heilsu og daglegu lífi Íslendinga. - Um hvað snúast Alþingiskosningarnar 2021 fyrir þér?
Möguleiki til að stöðva mannréttingabrot og frelsisskerðingar vegna Covid takmarkanna í eitt skipti fyrir öll.
- Hvað ertu gamall/gömul?

Vill heilbrigðisráðuneytið
7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráðherraembætti myndirðu vilja og af hverju?
Heilbrigðisráðuneytið. Veruleg uppstokkun þarf að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustunni. Auka þarf heilsufrelsi, þ.e. vald fólks til að ráða eigin læknismeðferð, fé þarf að fylgja sjúklingi og samkeppni þarf að vera mun meiri.
8. Kosningar eru afstaðnar. Þinn flokkur er í stjórnarandstöðu. Hver væri þín afstaða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnarandstöðu?
Við munum styðja hvaða minnihluta stjórn sem er sem mundi framfylgja þeim þremur loforðum sem við höfum gefið til að enda kófið. Loforðin eru:
1) Öllum takmörkunum yrði aflétt og allar lækningar leyfðar.
2) Gagnsæ rannsókn færi fram á mögulegum stjórnarskrárbrotum og skaða sem sóttvarnaraðgerðir hafa valdið.
3)Fólk fengi að ráða til hvaða fjölmiðils eða menningarefnis útvarpsgjaldið rynni.
9. Hvernig hefur þér þótt starfsandinn á Alþingi síðustu fjögur ár? (á ekki við)
Jón Sigurðsson fyrirmyndin í stjórnmálum
10. Afglæpavæðing neysluskammta: Já eða Nei?
Stórt Já.
11. Hver er þín fyrirmynd í stjórnmálum?
Jón Sigurðsson, sverð Íslands og skjöldur.
12. Ert þú femínisti?
Nei, lög eiga aldrei að mismuna einstaklingum vegna kyns.
13. Hvað finnst þér um börn?
Börn og foreldrar þeirra ættu að hafa meira vald yfir því hvernig skólamálum, heilbrigðisþjónustu er háttað. Það er best gert gegnum meira frelsi og meiri samkeppni. Foreldrar eru mun ákjósanlegri aðili til að taka ákvarðanir um hagsmuni eigin barna en ríkið.
14. Uppáhalds hreyfing eða æfing?
Maraþon.
15. Hvernig myndir þú lýsa mataræði þínu?
Frekar heilsusamlegt nema þegar frúin sér ekki.
Börn og foreldrar þeirra ættu að hafa meira vald yfir því hvernig skólamálum, heilbrigðisþjónustu er háttað. Það er best gert gegnum meira frelsi og meiri samkeppni. Foreldrar eru mun ákjósanlegri aðili til að taka ákvarðanir um hagsmuni eigin barna en ríkið.
Hættuminni meðferðir til en bólusetning gegn Covid
16. Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi og af hverju?
Afskekktur foss á Austurlandi með einstaka náttúrfegurð. (Leynistaður)
17. Hvert er þitt draumafrí?
Ferðast um Ísland.
18. Hvaða mál nýtur of lítillar athygli stjórnmálamanna að þínu mati?
Allir stjórnmálaflokkar (aðrir en Ábyrg framtíð) forðast að ræða hvernig takast á við Covid. Fyrir vikið er hætt við að núverandi ástand muni vara í mörg ár í viðbót.
19. Hefurðu fengið Covid? Ertu bólusett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Veit ekki hvort ég hafi fengið covid og ég hef ekki tekið tilraunaefnið. Það virkar ekki, ég þarf þess ekki og það er hættulegt. Mun hættuminni meðferðir eru til, en þær eru bannaðar hér á landi.
20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á einhvern hátt vegna Covid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Já ég stofnaði stjórnmálaflokk til að berjast gegn mannréttindabrotunum sem eiga sér stað í skjóli öfgafullra sóttvarnaraðgerða.
Veit ekki hvort ég hafi fengið covid og ég hef ekki tekið tilraunaefnið. Það virkar ekki, ég þarf þess ekki og það er hættulegt. Mun hættuminni meðferðir eru til, en þær eru bannaðar hér á landi.
Star Trek í uppáhaldi
21. Erum við orðin of sein til að bregðast við loftslagsvánni? >
Veðurfarsbreytingar á Íslandi eru enn innan náttúrlegrar sveiflu sem hafa alltaf verið stórar hér á landi.
22. Hvernig fer umferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Umferðin í Reykjavík er of þung sem einkum má rekja til þess að ekkert hefur verið gert til að liðka fyrir henni í langan tíma. Með því flytja öll gönguljós yfir í undirgöng eða á göngubrýr og bæta ljósastýringum, mætti laga ástandið verulega. Mislæg gagnamót á stofnæðum gætu svo bætt ástandið enn meira. Sundabrautina mundi ég svo helst vilja taka í gegnum Viðey, því það er mun ódýrari framkvæmd og til yrði byggingarland á stærð við 101 hverfið rétt við miðbæ Reykjavíkur.
23. Hver er þinn uppáhalds sjónvarpsþáttur?
Star trek, fyrstu tvær þáttaraðirnar.
24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?
Ég byrja alla daga á að sinna dóttur minni og kisubræðrum hennar tveimur og enda daginn á að slökkva ljósin.
25. Ef þú þyrftir að flýja Ísland án fyrirvara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Ég mundi vilja fá að njóta mannréttinda á við aðra og að sem minnstar hindranir væru í vegi fyrir því að ég gæti unnið fyrir mér og mínum.