Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, er tíundi for­maðurinn til að setjast í for­manns­stól Frétta­blaðsins.

Í for­­­­­­manns­­­­­­stólnum svara leið­­­­­togar flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­al­var­­­­­­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir leið­­­­­togar flokkanna fengu sömu spurningar sendar í tölvu­­­­­pósti og hafa svör þeirra birst á vefnum undan­farna daga.

Sig­mundur Davíð er úr Breið­holtinu. Hans fyrsta vinna þegar hann var 12 ára var að skrapa ryð og mála hand­rið. Hann starfaði svo á Esso með skóla og á sumrin. Fyrstu árin sem starfs­maður á plani og loks sem starfs­maður í verslun. Svo vann Sig­mundur í Frí­höfninni, á aðal­brautar­stöðinni í Stokk­hólmi, sem starfs­nemi hjá þýska iðnaðar- og við­skipta­ráðinu og á Ríkis­út­varpinu.

Sig­mundur var í námi við Há­skóla Ís­lands og í Kaup­manna­höfn, Moskvu og loks í Ox­ford í Bret­landi. Hann hóf þátt­töku í stjórn­málum ó­vænt í lok árs 2008 og út­skýrir að það hafi verið eftir að vöskum hópi fólks austan af landi hafði tekist að út­skýra fyrir honum að hann ætti að fara í stjórn­mál.

Notar fornafnið Ég

Sigmundur settist fyrst á þing árið 2009 og var fljótur að láta til sín taka.
Fréttablaðið/Stefán

1.Hvað ertu gamall/gömul?
Miðað við nýjustu út­reikninga er ég 46 ára.

2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Ég.

3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
Mið­flokkinn í Norð­austur­kjör­dæmi

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?
Ég bý í grennd við vinnu­staðinn, á höfuð­borgar­svæðinu.

5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Vegna þess að ég hef séð að það er hægt að gera raun­veru­legar breytingar, standa við kosninga­lof­orð, inn­leiða skyn­semi og ryðjasti í gegnum hindranirnar sem mæta manni alltaf þegar maður vill gera breytingar sem skipta máli.

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
Það hvort skyn­semis­hyggja á enn séns í heimi í­myndar­stjórn­málanna.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Það væri mjög ó­skyn­sam­legt að fara í stjórnar­myndunar­við­ræður fyrir kosningar en aug­ljós­lega þau ráðu­neyti sem hafa mest á­hrif.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?

Það fer al­gjör­lega eftir því hvað stjórnin myndi gera. Ég mun hér eftir sem hingað til taka af­stöðu til mála eftir inni­haldinu, ekki því hvaðan á­formin koma.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (ef á við)

Verri en hann ætti að vera en betri en margir halda. Ef menn halda sig við að rífast um stefnu en ekki per­sónu­níð geta þing­menn verið bestu vinir óháð skoðunum.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða nei?
Lög­leiðing fíkni­efna, nei.

Uppáhaldsfríið bústaður á Héraði og lestur bóka

Sigmundur Davíð segir að sín uppáhalds hreyfing sé göngutúr.
Fréttablaðið/Ernir

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Margir, það dugar ekki að líta bara á einn. En til að nefna ein­hverja mætti nefna Abra­ham Lincoln, Woodrow Will­son og Gustav Stresemann.

12. Ert þú femín­isti?
Nei, ég er jafn­réttis­sinni.

13. Hvað finnst þér um börn?
Ég er mjög hlynntur þeim.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?
Göngu­túrar.

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?
Tak­markað þessa dagana en al­mennt ís­lenskt.

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?
Ef á að neyða mann til að nefna einn, sem er þó ekki raun­hæft, verð ég að leita í æsku­minningarnar með afa og nefna Reyk­hóla­sveit.

17. Hvert er þitt drauma­frí?
Að vera í bú­stað á Héraði og lesa bækur.

18. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Hef ekki fengið Co­vid og er bólu­settur með Pfizer x2.

19. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Aug­ljós­lega, eins og allir. Vona að hún haldi ekki um of. Ég nái að hitta fólk í eigin per­sónu frekar en á Zoom og ná af mér öllum kílóunum sem bættust við í Co­vid.

Best að hætta við Borgarlínu

Sigmundur segir ekki verið að bregðast á réttan hátt við loftlagsvánni.
Fréttablaðið/Ernir

20. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?

Nei, en það er ekki verið að gera það á réttan hátt.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?

Hún pirrar mig. Best er að leysa vandann með því að hætta við Borgar­línu og ráðast í fram­kvæmdir til að laga sam­göngu­kerfið og bæta ljósa­stýringu.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?

Jee­ves and Wooster

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?

Að lesa greinar og fréttir.

25. Ef þú þyrftir að flýja Ís­land án fyrir­vara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?

Ég vona að Fær­eyingar tækju mér vel.

Sigmundur Davíð er öllum hnútum kunnugur og hreykir sér af því að vera rödd skynseminnar í íslenskum stjórnmálum.
Fréttablaðið/Aðsend