Inga Sæ­land er for­maður Flokks fólksins og sjö­tti for­maðurinn til þess að setjast í for­manns­stól Frétta­blaðsins.

Í for­­­manns­­­stólnum svara leið­­togar flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­al­var­­­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir leið­­togar flokkanna fengu sömu spurningar sendar í tölvu­­pósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.

Inga er lög­fræðingur að mennt og fædd og upp­alin norður á Ólafs­firði. Hún missti sjónina sem lítið barn og er lögg­blind. Hún segir það hafa mótað þann bar­áttu­vilja sem hún er blásin af.

Það mætti segja um Ingu að það fari enginn leiður frá henni en hún er gríðar­lega hæfi­leika­rík og tók meðal annars þátt í hæfi­leika­þættinum X Factor sem sýndur var á Stöð 2. Í sam­tali við Frétta­blaðið sagði hún eitt sinn um sig og sinn flokk: „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigur­jón digra.“

Inga reyndi fyrir sér í X Factor og komst alla leið í úrslitin í Smáralind.
Mynd/Stöð 2

Væri til í að vera fjármálaráðherra

1.Hvað ertu gamall/gömul?
Ég er 62 ára

2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Ég er hún

3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
Ég er for­maður Flokks fólksins og odd­viti í Reykja­vík suður

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?

5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Ég vil út­rýma ó­rétt­læti, mis­skiptingu og fá­tækt á Ís­landi

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
Þær snúast um vel­ferð, að brjóta múra og bæta kjörin. Fæði, klæði, heil­brigði og hús­næði fyrir alla. Lífs­gæði eru ekki einka­réttur út­valinna.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Fjár­mála­ráð­herra af því að þá gæti ég séð til þess að lág­marks­fram­færsla yrði 350.000 kr. skatta og skerðinga­laust

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?
Ég myndi vinna með ríkis­stjórninni varðandi þau mál sem ég teldi að væru góð mál og tryggðu fólkinu í landinu aukna vel­ferð og rétt­læti.

Ég myndi haga mér eins og ég hef gert í stjórnar­and­stöðu til þessa, leggja fram öll þau þing­manna­mál sem ég get til að berjast fyrir þá sem kusu mig á þing. Halda á­fram þeirri veg­ferð Flokks fólksins að út­rýma fá­tækt. Brjóta múra og bæta kjörin.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (ef á við)
Al­mennt séð myndi ég segja að starfs­andinn á Al­þingi væri mjög góður þrátt fyrir marga flokka og ólík sjónar­mið.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?
Of snúið til að segja annað hvort.

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Vil­mundur Gylfa­son heitinn, blessuð sé minning hans.

12. Ert þú femín­isti?
Já við erum öll femin­istar og viljum jafn­rétti fyrir alla. En mér finnst dapurt hvernig hug­takið hefur öðlast nei­kvæða merkingu í öfgunum sem því eru tengd.

Inga er þekkt fyrir hreinskilnina og að koma til dyranna eins og hún er klædd.
Fréttablaðið/Ernir

Finnst þetta skrítin spurning en elskar börn

15. Hvað finnst þér um börn?
Stór­skrítin spurning en svar mitt er auð­velt. Ég elska börn.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?
Hjóla og synda

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?
Seinni árin, ó­reglu­legt og ekki til fyrir­myndar

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?
Ólafs­fjörður því þar er ég fædd og alin upp, um­vafin kyrrð og fegurð fjalla og nánd við allt fólkið í bænum.

17. Hvert er þitt drauma­frí?
Fjögurra vikna á­reitis­laus tími í faðmi fjöl­skyldunnar.

18. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?
Raun­veru­leikinn sem snýr að fá­tækt tug þúsunda Ís­lendinga og mennta­málin sem eru í miklum ó­lestri.

Fólki út­hýst frá námi vegna hús­næðis­skorts á­samt því að þriðjungur drengja og fjórðungur stúlkna út­skrifast út 10. bekk illa læs eða með lé­legan les­skilning. Þetta er al­gjör þjóðar­skömm.

19. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Nei ekki fengið Co­vid, já bólu­sett með Pfizer.

Inga komst fyrst inn á þing árið 2017. Hér aðstoðar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra Ingu við að slétta hár sitt fyrir kosningasjónvarp það árið.
Fréttablaðið/Ernir

Ósátt við borgarstjórn

20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Já mjög mikið, þurfti að vinna heima um langan tíma þar sem hjá mér býr aldinn faðir minn og maðurinn minn með undir­liggjandi sjúk­dóma.

Eftir að við fórum öll í bólu­setningu hef ég hins vegar ekki látið Co­vid hamla mér nema hvað lítur að sam­komum þar sem hópar koma saman og hef hugað vel að eigin sótt­vörnum.

21. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?
Nei við erum það ekki, en það þarf sam­eigin­legt átak allra þjóða og á ekki síst þeirra sem menga lan mest , þjóða sem virðast ekki ætla að viður­kenna þá ógn sem að jörðinni okkar steðjar og það af manna­völdum.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Það er með hreinum ó­líkindum hvernig borgar­búar hafa verið hnepptir í al­gjör­lega á­stæðu­lausar um­ferðar­teppur og við látin eyða allt að tveimur tímum á dag í að koma okkur úr og í vinnu. Þeim væri í lófa lagið að greiða fyrir um­ferð með t.d ekki flóknari að­gerð en ljósa­stýringu um­ferða­ljósanna.

Í staðinn þrengja þeir stöðugt að einka­bílnum eyði­leggja bíla­stæðin og virki­lega halda að við séum öll meira eða minna klár í al­mennings­sam­göngur eða hjól. Eina von borgar­búa á bættari um­ferðar­menningu er að losa sig við þessa borgar­stjórn strax í vor og virða frelsi ein­stak­lingsins í að velja sinn ferða­máta sjálfur.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?
Akkúrat núna þá er það, The good doctor.

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?
Fer fram­úr og fæ mér svart kaffi og rétt áður en ég loka augunum á koddanum á kvöldin set ég kveiki ég á Story tel sem nær að svæfa mig á ca. 1 mín.

25. Ef þú þyrftir að flýja Ís­land án fyrir­vara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Að ég væri boðin vel­komin.

Inga Sæland er ræðuskörungur mikill og þekkt fyrir að mæta blaðlaus upp í pontu við mikilvæg tilefni eins og á eldhúsdag.
Fréttablaðið/Ernir