Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, við­skipta-og hag­fræðingur, fyrr­verandi for­seta­fram­bjóðandi og formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins er fyrsti for­maðurinn til þess að setjast í for­manns­stól Frétta­blaðsins.

Í for­manns­stólnum svara for­menn flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­alvar­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir for­menn fengu sömu spurningar sendar í tölvupósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.

Guð­mundur Frank­lín er flestum Ís­lendingum kunnugur, en hann bauð sig fram til for­seta Ís­lands gegn Guðna Th. Jóhannes­syni á síðasta ári. Guð­mundur hefur auk þess áður boðið fram til Al­þingis, síðast árið 2013 undir merkjum Hægri-grænna en Guð­mundur starfaði eitt sinn sem verð­bréfa­miðlari í Banda­ríkjunum.

Guð­mundur er með leið­sögu­manna­prófi frá Ferða­mála­skóla Ís­lands og starfaði í nokkur ár sem hótel­stjóri á Hotel Klippen á Borgundar­hólmi. Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum státar Guðmundur sig þó af meira fylgi en Fram­sóknar­flokkurinn og eftir þá skemmti­legu fram­boðs­reynslu á­kvað hann, fylgis­menn hans, vinir og kunningjar að halda bar­áttunni á­fram gegn upp­gangi sósíal­ismans, spillingu og ó­rétt­læti í sam­fé­laginu og stofnuðu Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokkinn XO sem býður nú fram í fyrsta skipti til Al­þingis.

Hér að neðan má lesa svör Guðmundar Franklíns við 25 spurningum Fréttablaðsins:

  1. Hvað ertu gamall/gömul?

57 ára.

2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?

Hann.

3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?

Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokkinn XO og Reykja­víkur­kjör­dæmi norður.

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?

Já.

5. Hvers vegna býður þú þig fram?

Ég brenn fyrir rétt­læti.

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?

Rétt­læti, sann­girni og bar­áttu gegn spillingu.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?

Fjár­mála­ráð­herra, svo ég geti af­numið styrki m.a. til stjórn­mála­flokka og fjöl­miðla eins og þann sem þú vinnur á.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?

Ég get unnið með öllum en ef mér mis­líkar eitt­hvað eða ef eitt­hvað er á skjön við sann­færingu mína, þá yrði fjandinn laus :-)

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (ef á við)

Ömur­legur.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?

Já.
11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?

Franklin Delano Roose­velt (FDR).

12. Ert þú femín­isti?

Nei, en ég er sonur móður minnar, litli bróðir systra minna og faðir dætra minna. Ég stend með þol­endum kyn­ferði­of­beldis og gegn ger­enda­með­virkni og druslu­skömmun og hata þessa sjúku nauðgunar­menningu. Við verðum að hækka sið­ferðis­þröskuldinn strax og ég ætla að láta taka til mín í þessum mála­flokki ef ég á þing.

Guðmundur Franklín þegar hann skilaði inn framboðsgögnum vegna forsetakosninganna í ráðhúsinu á síðasta ári.
Fréttablaðið/Valli

13. Hvað finnst þér um börn?

Ég elska börn og tel mikla blessun að eignast þau.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?

Fjall­ganga.

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?

Ég er eins og ljónin, borða þegar ég er svangur.

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?

Laka­gígar, Mý­vatn. Þórs­mörk og Þing­vellir.

17. Hvert er þitt drauma­frí?

Veit ekki, mér finnst ég aldrei komast í frí og þegar ég er í fríi þá er ég alltaf að hugsa um vinnu... glatað :-(

18. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?

Er­lend sam­skipti og geopólitísk staða landsins.

19. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?

Nei ég hef ekki fengi Co­vid, Já ég er tví-bólu­settur með Pfizer og hausinn er enn skrúfaður á :-)

20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?

Já heldur betur, hótelinu sem ég var að vinna á í Dan­mörku var lokað og síðar var það selt, ég flutti til Ís­lands, fór í for­seta­fram­boð og stofnaði stjórn­mála­flokk. Og já ég vona svo sannar­lega að sú breyting haldi fram­yfir 25. septem­ber.

Guðmundur er greinilega mikill karakter eins og myndir úr ljósmyndasafni Fréttablaðsins bera með sér.
Fréttablaðið/GVA
Guðmundur var í framboði fyrir Hægri-græna 2013 þegar umræddar myndir voru teknar. Það var fyrsta en alls ekki síðasta skiptið sem hann fór í framboð.
Fréttablaðið/GVA

21. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?

Nei það er aldrei of seint að gera rétt.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?

Með prógramminu okkar í XO „Störfum án stað­setningar“ Öll störf ríkis án stað­setningar. Allir fundir á vegum ríkis­stofnana ættu að vera að­gengi­legir með fjar­funda­búnaði. Störf án stað­setningar minnkar losun á hættu­legum gróður­húsa­loft­tegundum. Dreifð byggð er mikil­vægur hlekkur land­græðslu að ná þeim lofts­lags­mark­miðum sem við höfum lofað.

Það ætti að vera raun­veru­legur val­kostur fyrir ungt fólk að búa utan höfuð­borgar­svæðisins. Meiri tími með fjöl­skyldunni, svegjan­legur vinnu­tími, betri nýting allra inn­viða á­samt við­ráðan­legra hús­næðis­verði. Minni mengun, betri nýting hús­næðis, mikill sparnaður, lægri skattar, sparar gjald­eyrir og meiri lífs­gæði. Minni bíla­um­ferð og minni þörf fyrir bíla­stæði.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?

Horfi ekki á sjón­varp mikið en „Gloom & Doom“ þættirnir eru hel­víti góðir.

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?

Bursta tennurnar.

25. Ef þú þyrftir að flýja Ísland án fyrirvara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Danmerkur, þar er yndislegt að búa.