Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir er vara­for­maður þing­flokks Pírata og fimmti leið­togi stjórn­mála­flokka til þess að setjast í for­manns­stól Fréttablaðsins.

Í for­­manns­­stólnum svara leið­togar flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­al­var­­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir leið­togar flokkanna fengu sömu spurningar sendar í tölvu­pósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.

Þór­hildur er spreng­lærður lög­fræðingur en hún kláraði LLB í al­þjóða og Evrópu­lögum í há­skólanum í Gronin­gen og LLM í Al­þjóð­legum refsi­rétti og mann­réttindum í há­skólanum í Utrecht í Hollandi.

Hún starfaði sem blaða­maður og sjálf­stætt starfandi sér­fræðingur áður en hún var kjörin á þing fyrir Pírata 2016 og 2017. Hún hefur gegnt stöðu þing­flokks­for­manns og verið for­maður Ís­lands­deilar Evrópu­ráðs­þingsins, for­maður laga-og mann­réttinda­nefndar Evrópu­ráðs­þingsins, for­maður stjórn­skipunar-og eftir­lits­nefndar og gegnir nú stöðu vara­for­manns þing­flokks Pírata.

Sumir kalla heimabæinn Pizzabæ

1.Hvað ertu gamall/gömul?
34 ára.

2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Hún.

3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
Pírata, odd­viti í Suð­vestur­kjör­dæmi.

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?
Já, ég bý á æsku­slóðunum í Mos­fells­bæ (en sumir kalla hann Pizza­bæ)

5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Vegna þess að ég vill leggja mitt af mörkum til þess að skapa rétt­látara sam­fé­lag fyrir öll. Sam­fé­lagið okkar er hvorki sjálf­bært né rétt­látt og Píratar eru flokkur sem þorir að fram­kvæma þær stóru breytingar sem ráðast þarf í til þess að takast á við stærstu á­skoranir fram­tíðarinnar; mis­skiptingu og lofts­lags­breytingar.

Við höfum sýnt það og sannað að við meinum það sem við segjum og segjum það sem við meinum og erum ó­hrædd við að takast á við sér­hags­muna­öflin í sam­fé­laginu í bar­áttunni fyrir rétt­látara sam­fé­lagi fyrir öll.

Þórhildur Sunna segir að það þurfi virkilega að taka til hendinni í valdamestu ráðherraembættum landsins.
Fréttablaðið/Ernir

Klaustursmálið og meint afsökunarbeiðni til Piu Kjærsgaard

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
Þessar kosningar snúast um rétt­láta upp­byggingu eftir Co­vid og rétt­lát um­skipti vegna lofts­lags­breytinga. Nú­verandi ríkis­stjórn hefur verið allt of metnaðar­laus í við­brögðum sínum við lofts­lags­breytingum og við getum ekki beðið í fjögur ár í við­bót til þess að taka til hendinni.

Við verðum að byggja upp betra og rétt­látara sam­fé­lag eftir efna­hags­höggið sem Co­vid veitti okkur með sér­stakri á­herslu á við­kvæmustu hópana og græna inn­viði. Píratar eiga sér ítar­lega stefnu um þessa fram­tíðar­sýn sem við köllum vel­sældar­sam­fé­lagið.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Þau valda­mestu, vegna þess að þar þarf virki­lega að taka til hendinni.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?
Í grunn­stefnu Pírata segir að við styðjum góð mál, sama hvaðan þau koma. Bar­átta Pírata fyrir þungunar­rofs­frum­varpi heil­brigðis­ráð­herra er gott dæmi um þetta við­horf Pírata í verki.

Við studdum málið vegna þess að þetta var gott mál og við vorum fylgjandi því, óháð því hver lagði það fram. Aftur á móti veitum við virkt að­hald með stjórninni, enda mikil­vægt hlut­verk stjórnar­and­stöðu.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (ef á við)

Sam­ráðs­leysi ríkis­stjórnarinnar hefur valdið mér miklum von­brigðum. Sér­stak­lega í Co­vid. Ríkis­stjórnin hefur aldrei haft stjórnar­and­stöðuna með í ráðum, hvað þá látið hana vita af sínum fyrir­ætlunum í að­gerðum sínum vegna heims­far­aldursins fyrr en kannski rétt fyrir blaða­manna­fund.

Mér fannst það gera okkur í stjórnar­and­stöðu mjög erfitt fyrir, bæði hvað varðar að­hald gagn­vart stjórninni en líka gagn­vart sam­starfi við stjórnina í stórum málum sem allt þingið gat auð­veld­lega sam­einast um að vinna vel saman.

Klausturs­málið gerði starfs­andann á þingi mjög lé­legan í tals­verðan tíma á eftir og það virkaði mjög truflandi að for­sætis­nefnd og siða­nefnd tóku sér allt of langan tíma til þess að af­greiða siða­reglu­mál Klausturs­fólksins.

Mér fannst til dæmis mjög sér­stakt að niður­staða í kvörtun Ás­mundar Frið­riks­sonar gegn mér og Birni Leví kom langt á undan niður­stöðu í Klausturs­málinu þó svo að Klausturs­málið hafi komið inn löngu fyrr. Og það eyði­lagði auð­vitað svo­lítið starfs­andann að sam­starfs­fé­lagar mínir skyldu komast að þeirri niður­stöðu að ég hafi brotið af mér fyrir að segja sann­leikann.

Mest svekkjandi var að sjá Sam­fylkinguna kvitta undir þetta rugl. Líka mjög súrt þegar Stein­grímur J. Sig­fús­son bað Piu Kjærs­ga­ard af­sökunar fyrir mína hönd af því að ég mætti ekki til þess að hlusta á ræðuna hennar á há­tíðar­fundi Al­þingis. Mér fannst ó­trú­lega lé­legt af for­seta Al­þingis að van­virða sann­færingu Al­þingis­manns á þennan hátt.

Inn á milli er svo bara fín stemning á þingi. Flestir þing­menn eru fínasti fé­lags­skapur og það er alveg gaman að skemmta sér með þeim í þing­veislum og svona.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?
Auð­vitað.

Þórhildur Sunna er líklega hvað þekktust meðal þingmanna fyrir að standa með eigin sannfæringu.
Fréttablaðið/Eyþór

Langar að prófa að fara í sólarlandaferð

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Alexandria O­casio-Cor­tez, Hall­dóra Mogen­sen, Jóhanna Sigurðar­dóttir, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir, Ja­cinda Ard­en, Angela Merkel, Vil­mundur Gylfa­son og Jón Gnarr.
12. Ert þú femín­isti?

13. Hvað finnst þér um börn?
Frá­bær, á eitt mjög ný­legt sjálf. Mér finnst meira að segja horið hans sætt.
14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?
Gleyma sér í þing­flokks­her­berginu og þurfa að hlaupa í pontu Al­þingis. Það eru til nokkur mynd­bönd af mér að ná andanum í pontu.
15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?
Við hjónin reynum eftir bestu getu að borða lág­kol­vetna­fæði og mikið af græn­meti en það hefur ekki verið að takast alveg nógu vel núna í kosninga­bar­áttunni með barn og hund og alls konar annað í gangi. Við erum búin að á­kveða að við ætlum að draga úr og hætta svo að borða kjöt eftir kosningar, við eigum stöðugt erfiðara með að rétt­læta þetta eftir að sonurinn fæddist.
16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?
Ég á mjög erfitt með að velja. Vest­firðirnir eru stór­feng­legir og þar er Látra­bjarg, sem mér finnst fal­legasti staður í heimi en svo er margt frá­bært á Snæ­fells­nesinu sem ég sæki oft í til þess að róa andann og slaka á.
17. Hvert er þitt drauma­frí?
Ég hef aldrei farið í al­vöru sólar­landa­ferð þar sem ég geri bók­staf­lega ekkert annað en að synda í sjónum, drekka kok­teila og dansa fram á kvöld. Ég væri alveg til í að prófa það svona einu sinni.
18. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?
Réttindi fólks með geð­rænan vanda. Það er bein laga­leg mis­munun gagn­vart fólki með geð­sjúk­dóma á Ís­landi og þetta hefur verið vitað í ára­tugi en það hefur enginn breytt þessum ó­lögum enn­þá. Það er verið að brjóta grund­vallar­mann­réttindi á fólki á sínum við­kvæmustu stundum og það svíður ára­tuga­langt sinnu­leysið gagn­vart réttindum þeirra og vel­ferð.

Þórhildur Sunna og eiginmaður hennar, Rafal Orpel, á gleðilegri stundu þegar sonur þeirra hlaut nafn sitt: Antoni Örn Orpel.
Fréttablaðið/Aðsend

Hugsi yfir spurningum um Covid

19. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Mér finnst skiljan­legt að fólk hafi á­huga á að vita þetta og ég deildi mynd af mér í bólu­setningu á sínum tíma enda er ég mjög fylgjandi þeim.

Þessi spurning, að biðja fram­bjóð­endur sem létu ekki bólu­setja sig t.d. út af undir­liggjandi sjúk­dómum eða of­næmi um að upp­lýsa um það, þetta eru allt saman við­kvæmar per­sónu­upp­lýsingar og ég er hugsi yfir því hvað Co­vid hefur komið okkur langt yfir frið­helgis­línuna. Er rétt af fjöl­miðlum að safna þessum per­sónu­upp­lýsingum um fólk og birta? Meira að segja þó það sé í fram­boði?

20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Ég hef unnið miklu meira að heiman og það hefur hentað ný­bakaðri móður mjög vel að geta tekið þátt í nefndar­fundum í fjar­fundi. Mér finnst að þing­menn eigi fram­vegis að hafa val um að taka þátt í fjar­fundi en mér líkar betur að vera í sama her­bergi og gestirnir.
Svo þurfti ég auð­vitað að fresta brúð­kaups­veislunni minni í tví­gang en ég gifti mig nú samt í sumar. Veislan verður vonandi á næsta ári ef fram fer sem horfir.

21. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?
Við hefðum mátt bregðast miklu fyrr við en það er enn­þá lítill gluggi eftir til þess að bregðast við af festu. Næstu fjögur ár mega ekki fara í súginn. Við þurfum að­gerðir - ekkert kjaft­æði.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Um­ferðin á Ís­landi er pís of keik miðað við þær borgir sem ég hef búið í er­lendis. En auð­vitað eru um­ferðar­teppur þreytandi og ó­þarfa leiðindi. Við viljum auð­velda fólki að velja aðra farar­máta og byggja þéttar svo færri þurfi að vera á bíl.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?
The Wire og Justifi­ed

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?
Antoni litli fær að drekka hjá mér og maðurinn minn færir mér kaffi­bolla. Á kvöldinn svæfi ég venju­lega Antoni með kvöld­sopa, svo les ég oft eitt­hvað vinnu­tengt eða horfi á fréttir.

25. Ef þú þyrftir að flýja Ís­land án fyrir­vara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Vonandi betur en við tökum á móti flótta­mönnum hér.

Þórhildur Sunna segir næstu fjögur ár ekki mega fara í súinn í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.
Fréttablaðið/Ernir