Katrín Jakobs­dóttir er sjöundi for­maðurinn til að setjast í For­manns­stólinn á vef Frétta­blaðsins.

Katrín er for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri­hreyfingarinnar-græns fram­boðs. Hún leiðir lista Vinstri-grænna í Reykja­vík norður. Katrín hefur setið á þingi síðan 2007 og gegndi em­bætti mennta- og menningar­mála­ráð­herra 2009 til 2013. Hún er gift Gunnari Sig­valda­syni og saman eiga þau þrjá syni. Hún er ís­lensku­fræðingur, ólst upp í Álf­heimum í Reykja­vík, og elskar úti­vist og skáld­skap. Hún hefur sýnt töfra­brögð, elskar þema­boð og er í vatns­beramerkinu

Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins við undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Fréttablaðið/Eyþór

Kynjajafnrétti sé alltaf leiðarljós


1. Hvað ertu gamall/gömul?
Ég er 45 ára.

2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Ég er hún.

3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
Ég er í fram­boði fyrir Vinstri­hreyfinguna-grænt fram­boð í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður.

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?
Nei, ég bý í Reykja­vík suður en er alin upp í Reykja­vík norður.

5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Af því að ég vil berjast fyrir jöfnuði og vel­sæld, sjálf­bærni og jafn­rétti.

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
Að fé­lags­legar á­herslur verði ráðandi við upp­byggingu eftir heims­far­aldur, bar­áttan gegn lofts­lags­vánni verði enn meira for­gangs­mál og kynja­jafn­rétti sé alltaf okkar leiðar­ljós.

Katrín hefur tekið að sér ýmis verkefni sem forsætisráðherra, eins og að slökkva
Fréttablaðið/Anton Brink

VG hörð og málefnaleg

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Mér finnst nú­verandi em­bætti á­gætt.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?
Vinstri-græn eru hörð og mál­efna­leg í stjórnar­and­stöðu.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár?
Á­gætur.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?
Já.

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Ég myndi segja að fólkið sem ég hef kynnst í gras­rót Vinstri-grænna sé mínar stærstu fyrir­myndir; ekki síst kjarna­konur sem ganga í öll verk eins og Sjöfn Ingólfs­dóttir, Sig­ríður Kristins­dóttir og Kristín Sig­fús­dóttir.

Katrín er tvíbólusett með bóluefni Pfizer.
Fréttablaðið/Anton Brink

Má gera betur í málefnum barna

12. Ert þú femín­isti?
Já auð­vitað er ég femín­isti.

13. Hvað finnst þér um börn?
Börn eru frá­bær.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?
Úti­hlaup og borð­tennis.

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?
Hollt og gott.

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?
Fátt jafnast á við að ganga um ó­snortin svæði á mið­há­lendi Ís­lands en svo eru Strandirnar í upp­á­haldi… og Barða­ströndin… og Djúpi­vogur… og svona gæti ég haldið á­fram!

17. Hvert er þitt drauma­frí?
Ís­land og fjöl­skyldan og grill­matur og heitt kakó og mið­nætur­sól.

18. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?
Það eru örugg­lega mörg mál – til dæmis réttindi barna sem hafa reyndar fengið aukið rými á undan­förnum árum en má gera betur.

Katrín og Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Ferðast minna eftir Covid

19. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Ég hef ekki fengið co­vid en er full­bólu­sett.

20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Get ekki sagt það að ég hafi breytt lífi mínu að öðru leyti en því að ég hitti mjög fáa mánuðum saman. En ég ferðast minna en áður og tek fleiri fundi í gegnum fjar­funda­búnað.

21. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?
Nei en við þurfum að gera enn betur, flýta að­gerðum og setja okkur enn metnaðar­fyllri mark­mið.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Gerum al­mennings­sam­göngur, göngu og hjól­reiðar að raun­veru­legum val­kosti og ráðumst líka í stofn­fram­kvæmdir sem tryggja greiðar og öruggar sam­göngur.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?
Ég er ekki að horfa á neitt um þessar mundir en pólitískir gaman­þættir eru mitt upp­á­hald; Já ráð­herra og Veep eru góð dæmi.

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?
Ég sofna yfir­leitt út frá bók þannig að það síðasta er að lesa. Og á morgnana byrja ég á því að fara fram úr og henda mér beint í heita sturtu.

25. Hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Ég myndi eins og við öll vilja að vel væri tekið á móti mér.