Logi Már Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, er áttundi for­­maðurinn til þess að setjast í for­­manns­­stól Frétta­blaðsins.

Í for­­­­manns­­­­stólnum svara leið­­­togar flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­al­var­­­­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir leið­­­togar flokkanna fengu sömu spurningar sendar í tölvu­­­pósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.

Logi er Akur­eyringur í húð og hár, arki­­tekt að mennt og stofnaði sína eigin arki­­tekta­­stofu, Koll­­gátu árið 2003. Logi var eitt sinn vel þekktur sem einn af dönsurum og laga­höfundum sveita­balls­sveitarinnar Skrið­­jökla.

Hann hefur áður líst því í sam­tali við Frétta­blaðið að hrunið hafi haft mikil á­hrif á sig. Þá hafi hann á­­kveðið að láta slag standa en hann var bæjar­full­­trúi á Akur­eyri 2012 til 2016, þegar hann tók við sem vara­­for­­maður og svo for­­maður Sam­­fylkingarinnar sama ár.

Smátt og smátt ást­fanginn af Gro Harlem Brund­t­land, a.m.k. pólitískt

1.Hvað ertu gamall/gömul?
57 ára

2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Hann

3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
Fyrir Sam­fylkinguna, Norð­austur­kjör­dæmi

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?
Já, bý með konu og dóttur minni á Akur­eyri

5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Til að skapa sam­fé­lag sem byggir á meiri jöfnuði. Það tel ég vera for­senda fyrir heil­brigðu, frið­sömu og kraft­miklu sam­fé­lagi.

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
Að setja fjöl­skyldur í for­gang, hækka barna­bætur og greiðslur í fæðingar­or­lofi, bæta kjör eldra fólks og ör­yrkja. Tryggja jöfn tæki­færi og ráðast gegn vaxandi eigna­ó­jöfnuði. Ráðast í um­bætur í heil­brigðis­kerfinu og al­vöru að­gerðir í lofts­lags­málum.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Við sækjumst auð­vitað eftir þeim ráð­herra­em­bættum þar sem við getum haft mest á­hrif og komið okkar for­gangs­verk­efnum Sam­fylkingarinnar í fram­kvæmd.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?
Við í Sam­fylkingunni myndum vinna mál­efna­lega að því að greiða fyrir góðum málum stjórnarinnar, reyna að bæta það sem betur mætti fara en and­mæla þeim málum sem ganga gegn al­manna­hag. Það höfum við ævin­lega gert.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (ef á við)
Hann hefur verið ansi mis­jafn. Stundum góður, stundum slæmur. Klaustur­málið hafði þrúgandi á­hrif á and­rúms­loftið! Co­vid far­aldurinn breytti auð­vitað miklu og settu okkur þing­mönnum mun þrengri skorður.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?
Já.

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Þegar ég stundaði há­skóla­nám í Osló, varð ég smátt og smátt ást­fanginn af Gro Harlem Brund­t­land, a.m.k. pólitískt. Ég nefni hana þótt ég hafi líka hrifist af mörgum öðrum Nor­rænum leið­togum jafnaðar­manna, nú síðast Sanna Marin for­sætis­ráð­herra Finna.

12. Ert þú femín­isti?
Já.

Logi er dýravinur mikill og heldur hér á ketti sem býr í nágrenni við hann.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Skemmtilegt að fara á gönguskíði

13. Hvað finnst þér um börn?
Börn eru yndis­leg og lykill að far­sælli fram­tíð. Við þurfum að sjá til þess að öll börn nái að rækta hæfi­leika sína og grípa til al­vöru að­gerða í loft­lags­málum, þannig að þeirra bíði góð fram­tíð.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?
Ég hef gaman að löngum göngu­túrum með góðri hljóð­bók. Þá finnst mér í seinni tíð skemmti­legt að fara á göngu­skíði.

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?
Ég hef gaman að mat og borða flest. Ein­faldir pasta­réttir eru í upp­á­haldi um þessar mundir.

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?
Seyðis­fjörður er magnaður staður, skapar ekki ólík hug­hrif og fé­lags­heimilið í Með allt á hreinu: Bærinn virkar lítil ofan af heiðinni en risa­stór þegar maður er kominn inn í bæinn.

17. Hvert er þitt drauma­frí?
Ég elska grísku eyjarnar. En ef ég ætti að láta mig dreyma um fjar­lægari á­fanga­staði langar mig mjög mikið til Suður-Ameríku ein­hvern­tíman á næstu árum. Þangað hef ég aldrei komið.

18. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?
Fá­tækt, sem er ó­þolandi í jafn auðugu landi. Þá víkur staða lítilla fyrir­tækja og ein­yrkja of oft fyrir hags­munum stærstu fyrir­tækjanna.

19. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Nei ég hef ekki fengið CO­VID og er bólu­settur með AstraZene­ca.

20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Á tíma­bili komst ég sjaldnar heim til fjöl­skyldunnar, hitti færra fólk en nýtti tímann til fleiri göngu­túra.

Logi varð óvænt formaður Samfylkingarinnar árið 2016 og er þekktur fyrir litríkan klæðnað sinn.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki of sein að grípa til aðgerða í loftlagsmálum

21. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?
Nei við erum alls ekki of sein að grípa til að­gerða til að hægja á lofts­lags­breytingum og bjarga líf­ríkinu þó við munum örugg­lega upp­lifa fjöl­margar af­leiðingar af á­gangi okkar síðustu ára­tugi. En klukkan tifar og við verðum að grípa til al­vöru að­gerða ef ekki á að fara illa.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Ég labba mikið, hvort sem ég er heima á Akur­eyri eða í Reykja­vík. Besta leiðin til að leysa um­ferðar­vandann er að leggja miklu meiri á­herslu á skyn­sam­lega byggða­þróun og ráðast í stór­á­tak í al­mennings­sam­göngum; hraða Borgar­línu.

Tryggja að al­mennings­sam­göngur og hjól séu raun­hæfir ferða­mátar. Byggja græn hverfi og þétta byggð, með fjöl­breyttri þjónustu í göngu­færi.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?
Curb your enthusia­sm. Ég er líka veikur fyrir Nor­rænum sjón­varps­þáttum og nefni Klovn, Borgen og Broen.

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?
Það fyrsta er bolli af svörtu kaffi og yfir­ferð frétta. Það síðasta að bursta tennurnar.

25. Ef þú þyrftir að flýja Ís­land án fyrir­vara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Af mann­úð auð­vitað, opnum hug og góðu skipu­lagi við komu. Þannig eigum við að líka að taka á móti flótta­fólki sem hingað leitar, oft í sárri neyð.

Eða eins og Jesús sagði: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, skuluð þér og þeim gjöra.

Logi er listhneigður mjög en hefur nú snúið sér að stjórnmálunum.
Fréttablaðið/Anton Brink