Bjarni Bene­dikts­son, er síðasti for­maðurinn sem sest í For­manns­stólinn á vef Frétta­blaðsins.

Bjarni er for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og fjöl­skyldu­faðir úr Garða­bænum. Pabbi fjögurra barna og eins hunds, og afi eins árs afa­stráks og nafna. Gekk í Garða­skóla, MR og laga­deild Há­skóla Ís­lands. Stundaði frekara nám í tvö ár í Þýska­landi og Banda­ríkjunum.

Á upp­vaxtar­árunum áttu í­þróttir hug hans allan, var bæði í fót­bolta og hand­bolta í Stjörnunni. Í seinni tíð fer meiri frí­tími í sam­veru­stundir með fjöl­skyldunni, veiði, ferða­lög um landið, að taka myndir, renna sér á skíðum, stöku golf­hringi og undan­farið í að sýsla í gróður­húsinu. Dagarnir byrja snemma, ýmist á æfingu eða í baði – þar sem bestu hug­myndirnar fæðast yfir­leitt. Sér­legur Elvis að­dáandi, sem finnst nánast allt gott, en kann best að meta kótilettur í raspi eða vel gerðan ham­borgara.

Bjarni kom fyrst inn á þing 2003, eftir að hafa starfað í lög­mennsku. Hefur verið þar síðan, starfað í mörgu nefndum þingsins, verið for­maður Sjálf­stæðis­flokksins í 12 ár og bæði gegnt hlut­verki for­sætis­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Trúir ein­lægt á rétt­látt og hvetjandi sam­fé­lag sem byggist á jöfnum tæki­færum fólks til að skapa sína eigin fram­tíð. Brennur fyrir því að gera sam­fé­lagið sí­fellt betra.

Við undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins
Fréttablaðið/Eyþór

Vill halda áfram af fullum krafti

 1. Hvað ertu gamall/gömul?
  51 árs
 2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
  Hann
 3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
  Odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi
 4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?
 5. Hvers vegna býður þú þig fram?
  Ég brenn fyrir á­fram­haldandi fram­förum í okkar frjálsa og öfluga sam­fé­lagi. Á Al­þingi er hægt að hafa mikil á­hrif og breyta hlutunum til hins betra. Við höfum náð miklum árangri undan­farin ár og ég vil halda á­fram af fullum krafti.
 6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
  Þær snúast um að Ís­land haldi á­fram að vera land tæki­færanna. Á­fram­haldandi stöðug­leika og um­hverfi þar sem fólk getur blómstrað á sínum eigin for­sendum. Það skiptir öllu máli að við tökum ekki U-beygju hvað þetta varðar og hverfum aftur til skatta­hækkana og skerðinga, eins og við munum eftir árin 2009 til 2013. Við þurfum að halda á­fram að draga úr at­vinnu­leysi og skuld­setningu, standa með heimilum og fyrir­tækjum og skapa á­fram­haldandi jarð­veg fyrir ný­sköpun og fjöl­breytt tæki­færi. Þannig náum við raun­veru­legum árangri.
Bjarna þykir skemmtilegt og afslappandi að veiða.
Mynd/Aðsend

Andinn góður á Alþingi

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Ég nálgast mitt hlut­verk þannig að næst er að fá góða niður­stöðu úr kosningum. Við spilum svo úr þeirri niður­stöðu í sam­ræmi við úr­slit kosninga.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?
Við munum alltaf berjast fyrir frjálsu sam­fé­lagi stöðug­leika og fram­fara, fyrir jöfnum tæki­færum frekar en þvingaðri jafnri út­komu. Við munum standa vörð um þessi gildi hvort sem er í stjórn eða stjórnar­and­stöðu og láta til okkar taka hve­nær sem þess þarf. Hins vegar er mín til­finning sú að fólk finni á eigin skinni að við erum á réttri leið, og hafi ekki hug á að víkja af þeirri braut. Þetta er ég sann­færður um að muni endur­speglast í kjör­kössunum á kosninga­nótt.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár?
Andinn hefur al­mennt verið góður. Við höfum fengið stórar á­skoranir í fangið og þurft að ná saman um mikil­væg mál, á borð við efna­hags­að­gerðir vegna Co­vid og fleira. Heilt yfir hefur það gengið vel og sam­starfið milli stjórnar­flokkanna verið sér­stak­lega gott. Al­þingi er skemmti­legur vinnu­staður og þar er al­mennt gott fólk í öllum flokkum.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?
Ég er hlynntur því að hjálpa til við betrun fíkla frekar en að refsa þeim.

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Ég hef fylgst með og starfað með mörgum leið­togum sem ég tel mig hafa lært af og lít upp til. Mér finnst mikil­vægt að vera samt sem áður ég sjálfur. Ég losna aldrei við manninn í speglinum og best að reyna að vera sáttur við hann. Annað væri vesen.

Bjarni ásamt Þóru, konunni sinni, og móður sinni Guðríði.
Mynd/Aðsend

Elskar börn og hóf barneignir snemma

12. Ert þú femín­isti?

13. Hvað finnst þér um börn?
Ég elska börn, á sjálfur fjögur og einn afa­strák að auki. Við Þóra hófum barn­eignir snemma, rétt skriðin yfir tví­tugt þegar Margrét dóttir okkar fæddist sumarið 1991.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?
Á yngri árum fór mestur tími í fót­bolta og hand­bolta. Í seinni tíð er ég meira í úti­vist af öllu tagi og reyni að taka reglu­legar út­halds- og lyftinga­æfingar. Því miður er tíma­skortur mitt stærsta vanda­mál á þessu sviði, en mér þykir nánast öll hreyfing skemmti­leg og líður alltaf betur þegar rútínan er góð.

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?
Ég reyni al­mennt að borða hollt, enda líður manni miklu betur þannig. Hins vegar kann ég mikið að meta vel gerðan ham­borgara, kótilettur í raspi og fleira sem telst lík­lega seint til heilsu­fæðis. En þetta snýst allt um jafn­vægið. Nú er ég mikið að reyna ein­fald­lega að borða minna.

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?
Það mætti nefna ansi marga, en mér líður hvað best í af­slöppun og veiði við Þing­valla­vatn.

Það er oft mikið að gera hjá ráðherrum.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Skíðaferð draumafrí

17. Hvert er þitt draum­a­frí?
Góð skíð­a­ferð með fjöl­skyld­unn­i og góð­um vin­um.

18.Hvað­a mál nýt­ur of lít­ill­ar at­hygl­i stjórn­mál­a­mann­a að þínu mati?
Al­mennt má segj­a að það sé allt of lít­ið rætt um hver eigi að borg­a fyr­ir all­ar þess­ar hug­mynd­ir sem er gam­an að ræða um.

19. Hef­urð­u feng­ið Co­vid? Ertu ból­u­sett/ur? Með hverj­u? Ef ekki, af hverj­u ekki?
Ég hef ekki feng­ið Co­vid, en er tví­ból­u­sett­ur með Astra.

20. Hef­ur þú þurft að breyt­a lífi þínu á ein­hvern hátt vegn­a Co­vid? Ef svo, hvern­ig og held­urð­u að sú breyt­ing hald­i?
Ég get ekki sagt að ég hafi gert stór­felld­ar breyt­ing­ar. Það er nær­tækt að nefn­a fjar­fund­i og ann­að sem veld­ur því að mað­ur nýt­ir tím­ann sinn bet­ur.

Dag­arn­ir byrj­a snemm­a, ým­ist á æf­ing­u eða í baði – þar sem best­u hug­mynd­irn­ar fæð­ast yf­ir­leitt.

Byrjar daginn á æfingu eða í baði

21. Erum við orð­in of sein til að bregð­ast við lofts­lags­vánn­i?
Það er sam­eig­in­legt hags­mun­a­mál okk­ar allr­a að bregð­ast við lofts­lags­vánn­i og ég tel að við eig­um stór tæk­i­fær­i inni til að snúa þró­un­inn­i við. Bara hér á Ís­land­i eru tæk­i­fær­in ótal mörg. Við höf­um sett okk­ur það mark­mið að verð­a óháð jarð­efn­a­elds­neyt­i fyrst allr­a þjóð­a, og nýta græn­u ork­un­a hér á land­i í stað þess að sigl­a með olíu til lands­ins í tank­skip­um. Með því að nýta græn­u ork­un­a okk­ar í aukn­um mæli í fram­leiðsl­u og vinn­u sem fer í dag fram með kol­um og olíu er­lend­is leggj­um við söm­u­leið­is ris­a­stórt lóð á vog­ar­skál­arn­ir við að drag­a úr los­un, á sama tíma og við sköp­um ný störf og tæk­i­fær­i.

22. Hvern­ig fer um­ferð­in í þig? Hvern­ig er best að leys­a vand­ann?
Örugg­ar sam­göng­ur eru eitt mik­il­væg­ast­a við­fangs­efn­i stjórn­mál­ann­a, hvort sem er á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u eða á lands­byggð­inn­i. Við þurf­um að hald­a á­fram að fjár­fest­a í öfl­ug­um og um­hverf­is­væn­um sam­göng­um. Kost­irn­ir þurf­a að vera góð­ir og raun­hæf­ir hvort sem fólk vel­ur að ferð­ast á eig­in bíl, með al­menn­ings­sam­göng­um, hjól­and­i eða gang­and­i. Rík­ið og sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u und­ir­rit­uð­u sam­göng­u­sátt­mál­a fyr­ir um tveim­ur árum síð­an þar sem stefn­an er sett á metn­að­ar­full­a og mikl­a upp­bygg­ing­u.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þátt­ur?
Á tali með Hemm­a Gunn. Það á eft­ir að topp­a þann þátt.

24. Hvað er það fyrst­a sem þú ger­ir á morgn­an­a og það síð­ast­a sem þú ger­ir á kvöld­in?
Dag­arn­ir byrj­a snemm­a, ým­ist á æf­ing­u eða í baði – þar sem best­u hug­mynd­irn­ar fæð­ast yf­ir­leitt. Á kvöld­in finnst mér best að taka því ró­leg­a með fjöl­skyld­unn­i og hlað­a batt­er­í­in. Í miðr­i kosn­ing­a­bar­átt­u eru slík kvöld hins veg­ar ekki jafn mörg og ella, held­ur er mað­ur á ferð og flug­i um land­ið að hitt­a fólk. Það er líka af­skap­leg­a skemmt­i­legt og fyll­ir mann orku og eld­móð­i á lok­a­metr­un­um.

25. Ef þú þyrft­ir að flýj­a Ís­land án fyr­ir­var­a, hvern­ig mynd­ir þú vilj­a að það væri tek­ið á móti þér í öðru land­i?
Ég mynd­i vona að vel yrði tek­ið vel á móti mér, það hljót­a flest­ir að vilj­a. Söm­u­leið­is mynd­i ég vilj­a geta lagt mitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins og lát­ið gott af mér leið­a.