Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­­maður Við­reisnar, er níundi for­­­maðurinn til þess að setjast í for­­­manns­­­stól Frétta­blaðsins.

Í for­­­­­manns­­­­­stólnum svara leið­­­­togar flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­al­var­­­­­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir leið­­­­togar flokkanna fengu sömu spurningar sendar í tölvu­­­­pósti og hafa svör þeirra birst á vefnum undan­farna daga.

Þor­gerður Katrín er Ís­lendingum vel kunn enda reynslu­bolti á sviði stjórn­málanna. Hún er lög­fræðingur að mennt og er af vinum sínum sögð drífandi, kraft­mikil og bros­mild.

Þor­gerður gegndi stöðu mennta­mála­ráð­herra 2003 til 2009 og var síðast land­búnaðar­ráð­herra 2016 til 2017. Þor­gerður er gift Kristjáni Ara­syni og eiga þau saman þrjú börn, þau Gunnar, Gísla og Katrínu Erlu.

Þorgerður vonar að framtíðar ríkisstjórn láti af gamaldagspólitík.
Fréttablaðið/Ernir

Vill láta af gamaldagspólitík

1. Hvað ertu gamall/gömul?

55 ára.
2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?

Hún.
3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?

Odd­viti í Suð­vestur­kjör­dæmi.

4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?

Já.

5. Hvers vegna býður þú þig fram?

Löngun til að gera gagn og bæta lífs­kjör.

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?

Fara frá kyrr­stöðunni inn í fram­tíðina með al­manna­hags­muni í huga.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?

Þau ráðu­neyti sem hjálpa til við nauð­syn­legar um­bætur á ís­lensku sam­fé­lagi.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?

Við­reisn hefur alltaf lagt á­herslu á að styðja góð mál og láta af gamal­dag­s­pólitík. Vona líka að ný ríkis­stjórn geri slíkt hið sama.

Það var ekki raunin á þessu kjör­tíma­bili.

9. Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (ef á við)

Þokka­legur.

10. Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða Nei?

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?

Angela Merkel og Ingi­björg Sól­rún

Þorgerður ásamt fjölskyldu.
Fréttablaðið/Aðsend

Draumafríið ekki enn orðið að veruleika

12. Ert þú femín­isti?

13. Hvað finnst þér um börn?

Þau eru frá­bær og mikil­væg.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?

Golf og morgunæ­fingar með stelpunum.

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?

Blanda af hollu og sukki.

16. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?

Þing­vellir eru fal­legastir en sveitin mín í Ölfusinu er upp­á­halds. Til­finningar, æsku­minningar og náttúra.

17. Hvert er þitt drauma­frí?

Ekki enn orðið að veru­leika.

18. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?

Gengis­stöðug­leikinn og að­gengi fatlaðra að mennta- og at­vinnu­málum.

19. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?

Nei ekki fengið CO­VID, og er bólu­sett með Pfizer.

20. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?

Nei ekki beint, en minna um knús og faðm­lög sem ég sakna.

Þorgerður Katrín fylgist með íslenska handboltalandsliðinu keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004.
Fréttablaðið/Teitur

Borgen í uppáhaldi

21. Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?

Það er aldrei of seint, en al­varan er mikil og þörfin á raun­veru­legum að­gerðum brýn.

22. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?

Bara vel – fjöl­breyttar sam­göngur er lykillinn.

23. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?

Borgen.

24. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?

Fyrsta sem ég geri er að fara fram úr rúminu og það síðasta sem ég geri er að kyssa karlinn.

25. Ef þú þyrftir að flýja Ís­land án fyrir­vara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?

Betur og með meiri hlýju en er gert hér heima.

Þorgerður Katrín er reynslubolti í stjórnmálunum og alþekkt fyrir að vera létt í fasi. Hér svarar hún spurningum fjölmiðlamanna sem menntamálaráðherra árið 2005.
Fréttablaðið/Vilhelm