María Pétursdóttir er þriðji formaðurinn sem sest í formannsstólinn á vef Fréttablaðsins en hún er formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins og oddviti Suðvesturkjördæmis
Í formannsstólnum svara formenn flokka sem bjóða sig fram til Alþingis misalvarlegum spurningum blaðamanna Fréttablaðsins. Allir formenn fengu sömu spurningar sendar í tölvupósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.
María er myndlistarmaður, öryrki og aðgerðarsinni, sem hefur starfað innan Sósíalistaflokksins síðustu fjögur árin sem formaður Málefnastjórnar. Auk listtengdra starfa hafði María umsjón með þáttunum Öryrkjaráðinu á Samstöðinni á síðasta ári en hún starfar einnig að málefnastarfi hjá ÖBÍ þar sem hún er aðalfulltrúi MS félagsins innan bandalagsins.

- Hvað ertu gamall/gömul?
49 ára og kannski loksins að verða fullorðin? - Hvaða fornafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
Hún, en yngsta barnið mitt er hán sem myndi segja ykkur að bæta við hán í spurningu a) hvað ertu gamalt? - Hvaða flokk ertu í framboði fyrir og hvaða kjördæmi?
Ég er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í SV kjördæmi. - Áttu heima í kjördæminu sem þú býður þig fram í?
Já ég er uppalin og á heima í Kópavogi.
Ég myndi halda stjórninni á tánum og gerast einhverskonar leikhúshvíslari í Dolby sterio í samvinnu við almenning.
Vill félagsmálaráðuneytið
5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Ég býð mig fram vegna þess óréttlætis sem ég hef horft upp á, jafnvel reynt í ýmsum málefnum er varðar velferð á Íslandi. Réttlætisþráin spyr ekki um heilsufar lengur svo aktívistinn fór í framboð.
6. Um hvað snúast Alþingiskosningarnar 2021 fyrir þér?
Þær snúast um réttlátt samfélag og jöfnuð. Spilling og ójöfnuður á ekki að þrífast á okkar litla en ríka landi.
7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráðherraembætti myndirðu vilja og af hverju?
Félagsmálaráðuneytið því það er það ráðuneyti sem þarf hvað mest að verja. Það heldur utan um velferðina og kærleikann í samfélaginu.
8. Kosningar eru afstaðnar. Þinn flokkur er í stjórnarandstöðu. Hver væri þín afstaða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnarandstöðu?
Ég myndi halda stjórninni á tánum og gerast einhverskonar leikhúshvíslari í Dolby sterio í samvinnu við almenning.

Afsnillumst þegar við eldumst
9.Hvernig hefur þér þótt starfsandinn á Alþingi síðustu fjögur ár? (á ekki við.
10.Afglæpavæðing neysluskammta: Já eða nei?
Já ég held það sé réttlæti í því og horfa á fíknisjúkdóminn sem heilsufarsvanda.
Börn eru snillingar en við afssnillumst smám saman þegar við vöxum úr grasi.
11. Hver er þín fyrirmynd í stjórnmálum?
Ég á ekki fyrirmynd í stjórnmálum enda er ég aktívisti fyrst og fremst.
12. Ert þú femínisti?
Já ég er sósíalískur femínisti. Jafnrétti á forsendum kapítalismans getur aldrei orðið.
13.Hvað finnst þér um börn?
Börn eru snillingar en við afssnillumst smám saman þegar við vöxum úr grasi. Þess má geta að börn eiga ekki að borga fyrir neina þjónustu í samfélaginu enda vinna þau sér ekki inn peninga.
14. Uppáhalds hreyfing eða æfing?
Samhæfing sjónar- hugar- og handar við píanóið.

Á leynistað rétt utan við bæinn
15. Hvernig myndir þú lýsa mataræði þínu?
Ég hef farið í gegnum allan skalann, súrt og basískt, sykur og hveitilaust og allslaust en borða núna úr öllum fæðuflokkum, rófur eru uppáhaldsmaturinn en ég borða ekki nógu oft yfir daginn.
17. Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi og af hverju?
Ég á leynistað rétt utan við bæinn sem ég vil helst ekki segja frá enda oft góð berjaspretta þar líka. Þar er gott að liggja í mjúkum mosa, horfa upp í himinninn og brosa...
18. Hvert er þitt draumafrí?
Mig dreymir um að komast í tæri við sumarbústað á fallegum stað á Íslandi.
19. Hvaða mál nýtur of lítillar athygli stjórnmálamanna að þínu mati?
Klárlega málefni öryrkja og aldraðra en líka menningarmál og málefni sjálfstætt starfandi listamanna og einyrkja.
20. Hefurðu fengið Covid? Ertu bólusett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?
Ég hef ekki fengið Covid en ég hef fengið ARDS (Acute resperatory distress syndrome) sem er hættulega aukaverkunin sem Covid getur leitt af sér. Ég er tvíbólusett með Pfizer en hef ekki getað þegið þá þriðju enda nýbúið að skjóta niður T-frumurnar mínar með ónæmisbælandi lyfjagjöf.
21. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á einhvern hátt vegna Covid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?
Já ég hef þurft að fara sérstaklega varlega þar sem ég er á ónæmisbælandi lyfjum og enn þá með vefjaskemmdir í lungum eftir ARDS. Ég mun sennilega halda áfram að spritta mig óhóflega mikið já.

Orðin of sein
22.Erum við orðin of sein til að bregðast við loftslagsvánni?
Já að vissu leyti en það táknar bara að við þurfum að bregðast við af alvöru strax í gær og til dæmis hemja för svartolíubrennandi skemmtiferðaskipa og ferðir risavaxinna mengandi herþotna hingað til lands.
23. Hvernig fer umferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Við þurfum bættar almenningssamgöngur og hafa ókeypis í strætó og borgarlínu til að draga úr umferð og mengun.
24. Hver er þinn uppáhalds sjónvarpsþáttur?
Núna seinni ár sennilega Vikings og fleiri sagnfræðitengdir þættir.
25. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?
Því miður að gleypa pillur og vítamín.
26. Ef þú þyrftir að flýja Ísland án fyrirvara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?
Af sjálfsagðri mannúð sem eitt af börnum jarðar. Og helst ekki í einhverju sjónvarps- eða blaðaviðtali með forsetanum eða öðru stjórnmálafólki.