María Péturs­dóttir er þriðji for­maðurinn sem sest í for­manns­stólinn á vef Frétta­blaðsins en hún er for­maður mál­efna­stjórnar Sósíal­ista­flokksins og odd­viti Suð­vestur­kjör­dæmis

Í for­­manns­­stólnum svara for­­menn flokka sem bjóða sig fram til Al­þingis mis­al­var­­legum spurningum blaða­manna Frétta­blaðsins. Allir for­­menn fengu sömu spurningar sendar í tölvu­pósti og verða svör þeirra birt næstu daga á vef blaðsins.

María er mynd­listar­maður, ör­yrki og að­gerðar­sinni, sem hefur starfað innan Sósíal­ista­flokksins síðustu fjögur árin sem for­maður Mál­efna­stjórnar. Auk list­tengdra starfa hafði María um­sjón með þáttunum Ör­yrkja­ráðinu á Sam­stöðinni á síðasta ári en hún starfar einnig að mál­efna­starfi hjá ÖBÍ þar sem hún er aðal­full­trúi MS fé­lagsins innan banda­lagsins.

María með hænunum sínum.
Mynd/Aðsend
  1. Hvað ertu gamall/gömul?
    49 ára og kannski loksins að verða full­orðin?
  2. Hvaða for­nafn notarðu? Hann/Hún/Hán?
    Hún, en yngsta barnið mitt er hán sem myndi segja ykkur að bæta við hán í spurningu a) hvað ertu gamalt?
  3. Hvaða flokk ertu í fram­boði fyrir og hvaða kjör­dæmi?
    Ég er í fram­boði fyrir Sósíal­ista­flokkinn í SV kjör­dæmi.
  4. Áttu heima í kjör­dæminu sem þú býður þig fram í?
    Já ég er upp­alin og á heima í Kópa­vogi.

Ég myndi halda stjórninni á tánum og gerast ein­hvers­konar leik­hús­hvíslari í Dolby sterio í sam­vinnu við al­menning.

Vill félagsmálaráðuneytið

5. Hvers vegna býður þú þig fram?
Ég býð mig fram vegna þess ó­rétt­lætis sem ég hef horft upp á, jafn­vel reynt í ýmsum mál­efnum er varðar vel­ferð á Ís­landi. Rétt­lætis­þráin spyr ekki um heilsu­far lengur svo aktív­istinn fór í fram­boð.

6. Um hvað snúast Al­þingis­kosningarnar 2021 fyrir þér?
Þær snúast um rétt­látt sam­fé­lag og jöfnuð. Spilling og ó­jöfnuður á ekki að þrífast á okkar litla en ríka landi.

7. Ef þú fengið að velja: Hvaða ráð­herra­em­bætti myndirðu vilja og af hverju?
Fé­lags­mála­ráðu­neytið því það er það ráðu­neyti sem þarf hvað mest að verja. Það heldur utan um vel­ferðina og kær­leikann í sam­fé­laginu.

8. Kosningar eru af­staðnar. Þinn flokkur er í stjórnar­and­stöðu. Hver væri þín af­staða til þess að vinna með stjórninni? Hvernig myndir þú haga þér í stjórnar­and­stöðu?
Ég myndi halda stjórninni á tánum og gerast ein­hvers­konar leik­hús­hvíslari í Dolby sterio í sam­vinnu við al­menning.

María með hundinum sínum.
Mynd/Aðsend

Afsnillumst þegar við eldumst

9.Hvernig hefur þér þótt starfs­andinn á Al­þingi síðustu fjögur ár? (á ekki við.

10.Af­glæpa­væðing neyslu­skammta: Já eða nei?
Já ég held það sé rétt­læti í því og horfa á fíkni­sjúk­dóminn sem heilsu­fars­vanda.

Börn eru snillingar en við af­s­snillumst smám saman þegar við vöxum úr grasi.

11. Hver er þín fyrir­mynd í stjórn­málum?
Ég á ekki fyrir­mynd í stjórn­málum enda er ég aktív­isti fyrst og fremst.

12. Ert þú femín­isti?

Já ég er sósíalískur femín­isti. Jafn­rétti á for­sendum kapítal­ismans getur aldrei orðið.

13.Hvað finnst þér um börn?
Börn eru snillingar en við af­s­snillumst smám saman þegar við vöxum úr grasi. Þess má geta að börn eiga ekki að borga fyrir neina þjónustu í sam­fé­laginu enda vinna þau sér ekki inn peninga.

14. Upp­á­halds hreyfing eða æfing?

Sam­hæfing sjónar- hugar- og handar við píanóið.

María að silkiþrykkja í Hafnarborg fyrir Stjórnarskrárfélagi Kvenna á sýningu Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro í sumar.
Mynd/Aðsend

Á leynistað rétt utan við bæinn

15. Hvernig myndir þú lýsa matar­æði þínu?

Ég hef farið í gegnum allan skalann, súrt og basískt, sykur og hveiti­laust og alls­laust en borða núna úr öllum fæðu­flokkum, rófur eru upp­á­halds­maturinn en ég borða ekki nógu oft yfir daginn.

17. Hver er þinn upp­á­halds­staður á Ís­landi og af hverju?

Ég á leyni­stað rétt utan við bæinn sem ég vil helst ekki segja frá enda oft góð berja­spretta þar líka. Þar er gott að liggja í mjúkum mosa, horfa upp í himinninn og brosa...

18. Hvert er þitt drauma­frí?

Mig dreymir um að komast í tæri við sumar­bú­stað á fal­legum stað á Ís­landi.

19. Hvaða mál nýtur of lítillar at­hygli stjórn­mála­manna að þínu mati?

Klár­lega mál­efni ör­yrkja og aldraðra en líka menningar­mál og mál­efni sjálf­stætt starfandi lista­manna og ein­yrkja.

20. Hefurðu fengið Co­vid? Ertu bólu­sett/ur? Með hverju? Ef ekki, af hverju ekki?

Ég hef ekki fengið Co­vid en ég hef fengið ARDS (Acute resperatory distress syndrome) sem er hættu­lega auka­verkunin sem Co­vid getur leitt af sér. Ég er tvíbólu­sett með Pfizer en hef ekki getað þegið þá þriðju enda ný­búið að skjóta niður T-frumurnar mínar með ó­næmis­bælandi lyfja­gjöf.

21. Hefur þú þurft að breyta lífi þínu á ein­hvern hátt vegna Co­vid? Ef svo, hvernig og heldurðu að sú breyting haldi?

Já ég hef þurft að fara sér­stak­lega var­lega þar sem ég er á ó­næmis­bælandi lyfjum og enn þá með vefja­skemmdir í lungum eftir ARDS. Ég mun senni­lega halda á­fram að spritta mig ó­hóf­lega mikið já.

María telur að hún muni halda áfram að spritta sig.

Orðin of sein

22.Erum við orðin of sein til að bregðast við lofts­lags­vánni?
Já að vissu leyti en það táknar bara að við þurfum að bregðast við af al­vöru strax í gær og til dæmis hemja för svart­olíu­brennandi skemmti­ferða­skipa og ferðir risa­vaxinna mengandi her­þotna hingað til lands.

23. Hvernig fer um­ferðin í þig? Hvernig er best að leysa vandann?
Við þurfum bættar al­mennings­sam­göngur og hafa ó­keypis í strætó og borgar­línu til að draga úr um­ferð og mengun.

24. Hver er þinn upp­á­halds sjón­varps­þáttur?
Núna seinni ár senni­lega Vikings og fleiri sagn­fræði­tengdir þættir.

25. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana og það síðasta sem þú gerir á kvöldin?

Því miður að gleypa pillur og víta­mín.

26. Ef þú þyrftir að flýja Ís­land án fyrir­vara, hvernig myndir þú vilja að það væri tekið á móti þér í öðru landi?

Af sjálf­sagðri mann­úð sem eitt af börnum jarðar. Og helst ekki í ein­hverju sjón­varps- eða blaða­við­tali með for­setanum eða öðru stjórn­mála­fólki.