Nýr þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins fund­að­i í þing­hús­in­u í dag. Frétt­a­blað­ið náði tali af nokkr­um þing­mönn­um flokks­ins eft­ir fund­inn og mátt­i vel grein­a þeirr­a á með­al að gott hljóð væri al­mennt í þing­flokkn­um og að for­mað­ur þeirr­a hefð­i fullt um­boð til að skoð­a á­fram­hald­and­i rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Vinstr­i hreyf­ing­unn­i græn­u fram­boð­i og Fram­sókn­ar­flokkn­um.

For­mað­ur­inn hafi fullt um­boð þing­flokks­ins

„Það er prýð­i­legt. Núna taka við næst­u hlut­ir að mynd­a nýja rík­is­stjórn og það sjá all­ir hvern­ig stað­an er í því,“ sagð­i Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ut­an­rík­is­ráð­herr­a, eft­ir fund­inn.

Hann sagð­i að Bjarn­i hafi fullt um­boð þing­flokks­ins til að ræða við for­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Vinstr­i grænn­a um á­fram­hald­and­i rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

Spurð­ur um orð á­kveð­inn­a þing­mann­a í kosn­ing­a­bar­átt­unn­i og ef­a­semd­ir þeirr­a um á­fram­hald­and­i rík­is­stjórn­ar­sam­starf sagð­i Guð­laug­aur það ekk­ert nýtt að flokk­an­ir, VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur væru ó­lík­ir en að nú væri nýtt kjör­tím­a­bil og það þyrft­i að koma í ljós hver

„Þett­a eru ó­lík­ir flokk­ar, ó­lík­ar á­hersl­ur. Það hef­ur geng­ið vel að vinn­a sam­an við erf­ið­ar að­stæð­ur og skil­að góð­um ár­angr­i. Það er fullt traust til formanns Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að fara yfir þau mál við odd­vit­a rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagð­i Guð­laug­ur Þór.

Hann sagð­i að hon­um hefð­u ekki ver­ið sett­ir nein­ir af­ar­kost­ir og að þau vild­u auð­vit­að að þeirr­a for­mað­ur leið­i næst­u rík­is­stjórn en að það þyrft­i að líta til fleir­i þátt­a.

Spurð­ur hvort að hann vilj­i vera á­fram í ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­in­u sagð­ist hann kunn­a vel við sig þar og vild­i vel vera þar á­fram.

Þórdís Kolbrún og Hildur ræddu við fjölmiðla að loknum þingflokksfundi.
Fréttablaðið/Valli

Til­bú­in að tak­ast á við önn­ur verk­efn­i

„Það er gam­an að hitt­ast og taka á móti nýj­um þing­mönn­um inn í þing­flokk­inn. Það er allt­af spenn­a sem fylg­ir því. Bæði ný and­lit og fyrr­ver­and­i and­lit sem eru kom­in aft­ur inn í þing­flokk­inn, og það er gott,“ Þór­dís Kol­brún Gylf­a­dótt­ir Norð­fjörð eft­ir þing­flokks­fund á Al­þing­i í dag.

Hún sagð­i að það hefð­u ver­ið al­menn­ar um­ræð­ur á fund­in­um og ver­ið að taka stöð­un­a eft­ir að hafa var­ið mikl­um tíma í kjör­dæm­un­um á flakk­i í kosn­ing­a­bar­átt­unn­i.

Hún sagð­i að þau væru skammt á veg kom­in með næst­u skref varð­and­i stjórn­ar­mynd­un en sagð­i á­kveð­in að Bjarn­i hefð­i ó­skor­að vald þing­flokks­ins til að leið­a þær við­ræð­ur.

Við erum ekki þekkt fyr­ir ein­hverj­a af­ar­kost­i á mán­u­deg­i eft­ir kosn­ing­ar

„Það er núna i hans hönd­um og þau taka þett­a sam­tal. Við höfð­um öll sagt að það væri eðl­i­legt að byrj­a á því að tala sam­an ef við fengj­um til þess um­boð og við feng­um til þess um­boð en við erum ekki kom­in lengr­a en það,“ sagð­i Þór­dís.

Hún sagð­i að flokk­ur­inn legg­i á­hersl­u á verk­efn­in og mál­efn­in og það sé það sem skipt­i máli.

„Við erum ekki þekkt fyr­ir ein­hverj­a af­ar­kost­i á mán­u­deg­i eft­ir kosn­ing­ar en við fund­um hvað­a mál brunn­u á fólk­i,“ sagð­i Þór­dís Kol­brún og nefnd­i heil­brigð­is­mál, lofts­lags­mál, nýt­ing­u auð­lind­a og ork­u­skipt­i.

Spurð hún vilj­i vera á­fram í ráð­u­neyt­i ferð­a­mál­a-, ný­sköp­un­ar og iðn­að­ar sagð­i hún að verk­efn­in þar væru af­skap­leg­a skemmt­i­leg en hún væri meir­a en til­bú­in að taka að sér önn­ur verk­efn­i.

Til í flest, ef ekki allt

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir sagð­i eft­ir þing­flokks­fund­inn að það væri ekki tím­a­bært að ræða það hvað hún vilj­i helst eða hvað­a verk­efn­i skipt­a hana mest­u máli.

„Það var gaman að finn­a mikl­a sam­heldn­i í hópn­um og mik­inn metn­að til þess að flokk­ur­inn hald­i á­fram að stíg­a skref í rétt­a átt fyr­ir sam­fé­lag­ið,“ sagð­i Hild­ur.

Spurð hvaða hlutverk hún sæi fyrir sér að taka að sér sagði hún að það væru mörg hlut­verk sem hún væri til að sinn­a og hún væri til í þau flest, ef ekki öll, en það væri ótímabært að ræða það eins og staðan er núna.

„En fyrst og fremst er þett­a í hönd­um formannsins, hvern­ig þett­a teikn­ast upp, og ég gat ekki fund­ið neitt ann­að en full­kom­ið traust til hans til að stíg­a þau skref,“ sagð­i Hild­ur.

Ásmundur var léttur í bragði eftir fundinn og sagðist bjartsýnn á framhaldið.
Fréttablaðið/Valli

Bjart­sýnn á fram­hald­ið

Ás­mund­ur Frið­riks­son sagð­i hljóð­ið gott eft­ir fyrst­a þing­flokks­fund­inn.

„Við erum búin að fá nýja fé­lag­a,“ sagð­i Ás­mund­ur og að í hug­an­um hefð­u þau kvatt þau göml­u.

„Við erum að horf­a til fram­tíð­ar með mik­ill­i bjart­sýn­i.“

Berglind Ósk Guðmunsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru báðar nýjar á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Fréttablaðið/Valli

Skýrt að flokk­ur­inn er sá stærst­i

Dilj­á Mist Ein­ars­dótt­ir, ein nýrr­a þing­mann­a Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­i eft­ir þing­flokks­fund flokks­ins að hljóð­ið hefð­i ver­ið gott í þing­flokkn­um en að það væri skýr vilj­i þing­flokks­ins að það sé ljóst í sam­starf­i að flokk­ur­inn sé stærst­i flokk­ur lands­ins og stærst­i flokk­ur­inn í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­i.

„Við för­um með það hug­ar­far inn í við­ræð­ur.“

Hún sagð­i að fram­hald­ið hefð­i ver­ið rætt á al­menn­um nót­um og und­an­farn­ar vik­ur gerð­ar upp og mik­ill sam­hljóm­ur inn í þing­flokkn­um með fram­hald­ið.

„Auð­vit­að er það þann­ig að okk­ar mark­mið og okk­ar mál­efn­i næðu sem lengst fram að gang­a. Það skipt­ir mikl­u máli og ég und­ir­strik­a þett­a að við erum stærst­i stjórn­mál­a­flokk­ur lands­ins.“

Hún sagð­i að stærst­a kosn­ing­a­mál­ið núna hefð­i ver­ið á­fram­hald­and­i stöð­ug­leik­i en að nú þyrft­i að ræða fram­tíð­ar­sýn.

Haraldur Ben­e­dikts­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­i eft­ir fund þing­flokks­ins að það væru ekki skipt­ar skoð­an­ir með­al þing­flokks­ins og að það væri enn opið fyr­ir mörg­u.

„Já, það er eng­inn að loka dyr­um,“ sagð­i Haraldur að lokn­um fund­i.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 13:46.