Guð­laug Lín­ey Jóh­anns­dótt­ir, for­mað­ur Flug­freyj­u­fé­lags Ís­lands, hjól­ar í Boga Nils Bog­a­son, for­stjór­a Icel­and­a­ir, og seg­ir hann enn á ný ger­ast sek­an um að brjót­a lög um stétt­ar­fé­lög og vinn­u­deil­ur. „[Bogi] reyn­ir að snið­gang­a hina fé­lags­leg­u for­yst­u sem þið haf­ið val­ið til að gæta hags­mun­a ykk­ur í yf­ir­stand­and­i samn­ing­a­við­ræð­um,“ segir hún í bréfi til Félagsmanna FFÍ.

Tor­tryggn­i ein­kenn­i um­ræð­un­a

Fyrr í dag send­i Bogi bréf til starfs­mann­a fé­lags­ins þar sem hann greind­i frá nýj­ast­a til­boð­i Icel­and­a­ir til stétt­ar­fé­lags flug­freyj­a. Forstjórinn sagð­i um­ræð­u síð­ust­u daga vera til þess falln­a að skap­a tor­tryggn­i gagn­vart fyr­ir­ætl­un­um Icel­and­a­ir.

„Heims­far­ald­ur hef­ur gert það að verk­um að flug­rekst­ur í heim­in­um verð­ur aldr­ei sam­ur. Icel­and­a­ir stát­ar af langr­i sögu og frá­bær­u starfs­fólk­i og það eina sem vak­ir fyr­ir fé­lag­in­u í þess­u ferl­i er að tryggj­a fram­tíð þess­a ein­staka fyr­ir­tæk­is. Sam­þykkt samn­ing­a á þeim nót­um sem síð­ast­a til­boð Icel­and­a­ir bygg­ir á væri mik­il­vægt skref í þá átt.“ skrif­að­i Bogi í bréf­in­u.

Hræðsl­u­á­róð­ur og van­virð­ing

Guð­laug Lín­ey bent­i á að um hræðsl­u­á­róð­ur sem og hrok­a væri að ræða af hálf­u Boga. Þá minnt­i hún á að for­set­i ASÍ hafi á dög­un­um sent fram­kvæmd­a­stjór­a SA bréf þar sem gerð­ar voru al­var­leg­ar at­hug­a­semd­ir við fram­göng­u for­stjór­a Icel­and­a­ir. „Þar er þess kraf­ist að SA og Icel­and­a­ir fari að regl­um á vinn­u­mark­að­i og láti af þeim hrok­a og van­virð­ing­u sem í þess­u felst.“

Þá í­trek­að­i hún að at­vinn­u­rek­end­ur ættu ekki að skipt­a sér af störf­um stétt­a­fé­lag­a. „Elsku fé­lags­menn, ég skil að þið eruð ótt­a­sleg­in yfir stöð­unn­i. Ég bið ykk­ur því að hafa full­an fyr­ir­var­a á þeim sam­an­burð­i sem þarn­a er sett­ur fram og bíða á­tekt­a eft­ir upp­lýs­ing­um um inn­i­hald við­ræðn­a frá samn­ing­a­nefnd­inn­i ykk­ar.“

Á morg­un verð­ur því hald­in fé­lags­fund­a­röð þar sem með­lim­ir FFÍ geta miðl­að upp­lýs­ing­um sín á mill­i og rætt stöð­un­a. „Við erum hér fyr­ir ykk­ur, með full­an samn­ings­vilj­a en við lát­um ekki beygj­a okk­ur í duft­ið.“