Mos­fellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjáns­dóttir í­þrótta­fræðingur og for­maður bæjar­ráðs Mos­fells­bæjar.

Halla Karen hefur verið ó­þreytandi við að hvetja bæjar­búa til hreyfingar og heil­brigðari lífs­stíls í ára­tugi. Hún hefur meðal annars starf­rækt í­þrótta­skóla barnanna, kennt leik­fimi í World Class, haldið úti hlaupa­hópnum Mosóskokki, séð um Kvenna­hlaupið, unnið sem í­þrótta­kennari í Borgar­holts­skóla í 25 ár og að­stoðað eldri Mos­fellinga við hreyfingu undan­farin ár.

Halla Karen tók við sem for­maður Fram­sóknar­fé­lags Mos­fells­bæjar í ágúst 2021 og varð í fram­haldinu odd­viti flokksins í febrúar 2022. Flokkurinn hafði ekki átt full­trúa í bæjar­stjórn Mos­fells­bæjar í 12 ár en vann stór­sigur í kosningunum vorið 2022 og fékk fjóra bæjar­full­trúa kjörna.

Fylgið rúm­lega tí­faldaðist þegar það fór úr 2,9 prósent í 32,2 prósent og í fyrsta skipti í rúma hálfa öld var annar flokkur en Sjálf­stæðis­flokkurinn orðinn stærstur í Mos­fells­bæ. Fram­sókn myndaði nýjan meiri­hluta með Sam­fylkingunni og Við­reisn og réð nýjan bæjar­stjóra. Halla Karen sjálf tók við sem for­maður bæjar­ráðs.

Halla Karen segir að ári hafa verið við­burða­ríkt hjá henni. „Þetta er stór viður­kenning sem mér þykir ó­skap­lega vænt um og kemur mér skemmti­lega á ó­vart. Þótt margt hafi gengið vel hingað til þá er þetta mikil breyting á mínu dag­lega lífi sem hefur allt sína kosti og galla.“