Mikið álag er nú á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga.

Landspítalinn brýnir því fyrir fólki með minniháttar veikindi og líkamstjón að leita alltaf fyrst til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri. Þar er fólk greint og því síðan vísað til Landspítala ef þörf kemur.

Langur biðtími á bráðamóttöku

Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum reglulega forgangsraðað eftir bráðleika vegna álags og aðflæðis. Við slíkar aðstæður á Landspítala getur fólk sem er ekki í bráðri þörf þurft að bíða lengi eftir þjónustu eða verið vísað annað.

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru nítján talsins. Þær eru flestar opnar frá klukkan 8:00 til klukkan 16:00 og bjóða allar upp á síðdegisvak. Nánari upplýsingar um þjónustutíma er að finna á vef hverrar heilsugæslustöðvar.