Heil­brigð­is­ráð­herr­a hef­ur af­num­ið á­kvæð­i regl­u­gerð­ar um for­gangs­hóp­a við ból­u­setn­ing­ar. Í lok vik­unn­ar verð­ur búið að bjóð­a öll­um sem skil­greind­ir eru í for­gangs­hóp­um ból­u­setn­ing­u sam­kvæmt nú­gild­and­i regl­u­gerð.

Ból­u­setn­ing gegn COVID-19 bygg­ist þar með á sömu regl­u­gerð­ar­heim­ild­um og ból­u­setn­ing við öðr­um smit­sjúk­dóm­um. Með þess­ar­i regl­u­gerð­ar­breyt­ing­u verð­ur á­kvörð­un um ból­u­setn­ing­u al­far­ið á for­ræð­i sótt­varn­a­lækn­is sam­kvæmt lækn­is­fræð­i­leg­u mati hverj­u sinn­i að því er seg­ir í frétt á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Sam­kvæmt þeim regl­u­gerð­ar­á­kvæð­um sem gilt hafa um ból­u­setn­ing­u hafa ból­u­setn­ing­ar barn­a sem fædd eru árið 2006 eða síð­ar eins­korð­ast við börn með und­ir­liggj­and­i lang­vinn­a sjúk­dóm­a, sem sótt­varn­a­lækn­ir met­ur í sér­stök­um á­hætt­u­hóp­i. Með breyt­ing­unn­i fall­a þess­i skil­yrð­i brott og sótt­varn­a­lækn­i verð­ur þar með heim­ilt að bjóð­a ból­u­setn­ing­ar fyr­ir börn, telj­i hann efni stand­a til þess og það sam­ræm­ist á­bend­ing­um ból­u­efn­is. Nú þeg­ar hef­ur eitt ból­u­efn­i feng­ið mark­aðs­leyf­i hér á land­i fyr­ir börn nið­ur að 12 ára aldr­i.

Regl­u­gerð heil­brigð­is­ráð­herr­a um þess­ar breyt­ing­ar hef­ur ver­ið send Stjórn­ar­tíð­ind­um og öðl­ast gild­i við birt­ing­u.

Um 85 prós­ent þeirr­a sem á­form­að er að ból­u­setj­a hafa nú feng­ið í það minnst­a eina spraut­u, meir­a en 50 prós­ent eru full­ból­u­sett.