For­eldrum barna í Ingunnar­skóla í Grafarholti í Reykja­vík var í morgun til­kynnt að smit hefði komið upp hjá starfs­manni skólans. Þetta kemur fram í bréfi sem Guð­laug Erla Gunnars­dóttir, skóla­stjóri sendi á for­eldra og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Þar kemur fram að við­komandi starfs­maður hafi síðast verið í vinnu á föstu­daginn var. Hann hafi því ekki verið í skólanum eftir að skóla­starf hófst. Þrír aðrir starfs­menn þurfa í sótt­kví vegna þessa.

Segir Guð­laug að skóla­starf verði með eðli­legum hætti í skólanum þrátt fyrir þetta. Hins­vegar verði skóla­sund fellt niður.

Tekur hún fram að vel sé hugað að sótt­vörnum í skólanum, í sam­ræmi við vinnu­reglur frá sótt­varna­lækni og Reykja­víkur­borg. Fréttablaðið náði ekki tali af Guðlaugu í morgun vegna málsins.