For­maður for­eldra­fé­lags Haga­skóla segir að for­eldrum sé stór­kost­lega mis­boðið vegna þess rasks sem hefur orðið á skóla­starfi nem­enda undan­farna mánuði. Núna er unnið að því að koma helming nem­enda fyrir í Korpu­skóla, þar sem slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu hafði gert al­var­legar at­huga­semdir um skort á bruna­vörnum í bráða­birgða­hús­næði skólans sem stað­sett er í Ár­múla.

„Eins og er fá nem­endur í áttunda bekk að vera í hús­næðinu við Ár­múla frá hálf níu til tólf, en nem­endur í níunda bekk koma svo klukkan tólf til hálf þrjú. Þetta felur í sér mikla röskun á skóla­deginum, miðað við það sem venju­legt er,“ segir Vífill Harðar­son, for­maður for­eldra­fé­lags Haga­skóla.

Síðustu daga hafa skóla­yfir­völd í Reykja­vík fundað með for­eldra­fé­laginu, skóla­stjórn­endum, slökkvi­liðinu og fleirum til þess að fara yfir stöðuna og til að sjá hvaða mögu­leikar væru í stöðunni.

„Það voru flestir sam­mála að í þessari ömur­legu stöðu væri best að færa helming nem­enda í Korpu­skóla, á meðan hinn helmingurinn er á­fram í Ár­múlanum, í þeim hluta hús­næðisins sem slökkvi­liðið gerði ekki at­huga­semdir við,“ segir Vífill.

Óþolandi röskun á skólastarfi ungmenna

Vífill segir að for­eldrar hafi á­hyggjur af öryggi nem­enda, sem taka rútur frá Haga­skóla og upp í Ár­múla dag­lega. „Þetta er ömur­legur staður til skóla­halds fyrir 400 nem­endur. Einnig erum við að heyra um vand­ræði með matar­tíma, en margir nem­endur eru að fara niður í Skeifu til þess að borða. Til þess að komast þangað þurfa þeir að fara yfir gatna­mótin þar sem Ár­múlinn kemur niður á Grens­ás­veg, sem mér skilst að séu hættu­legustu gatna­mót á landinu. Kornið sem fyllti mælinn er svo þegar upp kemst um bruna­öryggis­málin. For­eldrum er bara stór­kost­lega mis­boðið,“ segir Vífill.

Núna hefst vinna í að flytja börnin í Korpu­skóla, en Vífill telur það vera einu lausnina. Hann segir að einnig sé hug­mynd uppi um að koma færan­legum skóla­stofum á Haga­skóla­lóðina, sem myndi fara í notkun í janúar á næsta ári.

„For­eldrum finnst þetta ganga af­skap­lega hægt og ó­þolandi þessi sí­fellda röskun á skóla­starfinu sem hlýst af bæði þessum flutningum og að að­staðan í Ár­múla er hreint ekkert frá­bær. Þó að það sé búið að gera ýmis­legt til að gera að­stöðuna eins á­gæta og hægt er, þá er þetta ekki skóla­hús­næði eða skóla­um­hverfi,“ segir Vífill.

Hann segir að mörgum spurningum sé ó­svarað, meðal annars hvernig Reykja­víkur­borg færir skóla­starf í skrif­stofu­hús­næði án þess að leggja breytingarnar fyrir byggingar­full­trúa Reykja­víkur­borgar og tryggja að bruna­varnir séu í lagi.

„Það er spurning sem hlýtur að brenna á for­eldrum enn þá. Ég held að for­eldrar séu ekki búnir að gleyma henni, þó svo að fókus síðustu daga hefur verið hvernig væri hægt að vinna úr stöðunni eins og hún er núna,“ segir Vífill.