For­eldrum barna í 2. til 4. bekk Foss­vogs­skóla stendur til boða að velja á milli þriggja val­kosta fyrir til­högun skóla­starfsins fyrstu vikur skóla­ársins. Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur mikil ó­á­nægja ríkt með þá á­kvörðun að koma nem­endum fyrir í kjallara og and­dyri í­þrótta­húss Víkings. Á fundi sem haldinn var síðdegis í gær mótmæltu foreldrar harðlega og lögðu fram þá kröfu að borgin fyndi aðra valkosti.

Í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg kemur fram að könnun hafi verið send til for­eldra barnanna þar sem eftir­farandi þrír kostir eru í boði:

„Fyrsti kostur er að halda sig við stað­setninguna í Foss­vogs­dalnum með því að 1. bekkur stundi nám í Út­landi, húsi Frí­stundar á skóla­lóð Foss­vogs­skóla, en kennsla fyrir 2.-4. bekk verði á jarð­hæð í Víkings­heimilinu.

Annar kostur er að 1. bekkur verði í Út­landi, 2. bekkur í Ber­serkja­salnum á jarð­hæð Víkings­heimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpu­skóla.

Þriðji kosturinn er að 1. bekkur verði í Út­landi, en að skóla­starfið í 2.-4. bekk fari fram í nýju hús­næði Hjálp­ræðis­hersins við Suður­lands­braut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Foss­vogs­skóla.“

Í til­kynningunni kemur fram að for­eldrar hafi til há­degis á morgun til að svara könnuninni og er vonast eftir góðri þátt­töku.