For­eldr­ar Þór­hild­ar Gyðu, Arnar Þór Gutt­orms­son og Kar­en Jenn­ý Heið­ars­dótt­ir, segja að þau hafi aldrei beðið Guðna að halda trúnað varðandi fyrstu tilkynningu þeirra til sambandsins um ofbeldi landsliðsmanns gagnvart dóttir þeirra.

Í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér vilja þau leið­rétt­a í­trek­að­ar rang­færsl­ur vegn­a meints trún­að­ar á mill­i Guðn­a Bergs­son­ar og þeirr­a og þá sérstaklega við föð­ur Þór­hild­ar Gyðu, Arnars Þórs, en í­trek­að hef­ur ver­ið fjall­að málið um í fjöl­miðl­um í kjöl­far þess að Þórhildur Gyða steig fram og greind­i frá of­beld­i sem að hún hafð­i ver­ið beitt af lands­liðs­mann­i karl­a­lands­liðs­ins.

Í yf­ir­lýs­ing­u segj­a for­eldr­ar Þór­hild­ar Gyðu að upp­run­a­leg­ur tölv­u­póst­ur sem þau send­u til að tilkynna um málið hafi verið send­ur á net­fang­ið ksi@ksi.is, sem er al­mennt net­fang sam­bands­ins. Þeim tölv­u­póst­i svar­að­i Guðn­i Bergs­son, þá­ver­and­i og fráfarandi for­mað­ur sam­bands­ins, og segj­a þau að eft­ir að hann svaraði hafi þau að­eins ver­ið í sam­skipt­um við hann.

Þeim sam­skipt­um lauk að þeirr­a sögn þann 22. mars 2018. Þau segj­a að þar hafi þau beð­ið Guðn­a að hald­a trún­að­i við lands­liðs­mann­inn sem um rædd­i og aðra hvað varð­ar at­vik­a­lýs­ing­u og aðr­ar upp­lýs­ing­ar sem þau deild­u með hon­um í síma. Sjá má skjá­skot af tölv­u­póst­in­um sem þau send­u hon­um hér að neð­an.

„Við báð­um Guðn­a Bergs­son aldr­ei um trún­að varð­and­i upp­run­a­leg­a tölv­u­póst­inn, enda eins og kem­ur fram í upp­haf­i þess­ar yf­ir­lýs­ing­ar, var til­kynn­ing­in um lík­ams­á­rás og gróf­a kyn­ferð­is­leg­a á­reitn­i af völd­um leik­manns ís­lensk­a lands­liðs­ins send á al­mennt net­fang KSÍ,“ segj­a for­eldr­ar henn­ar að lok­um og að þau muni ekki tjá sig frek­ar um mál­ið.

Tölvupósturinn sem foreldrar Þórhildar Gyðu sendu Guðna Bergssyni.

Yfirlýsing:

Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergsonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál.

Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir