Um­hyggja – Fé­lag lang­veikra barna gerir at­huga­semdir við það að fyrir­spurn þeirra í tengslum við bólu­setningar for­eldra lang­veikra barna hafi legið hjá Þjóð­skrá í það minnsta fimm vikur án niður­stöðu. Þau segja það „graf­alvar­legt mál“ og hafa sent stofnuninni fyrir­spurn þar sem þau krefjast svara um það á hverju málið strandi. Umhyggja hefur, ásamt fleiri samtökum, kallað eftir því að foreldrar langveikra barna fari í forgangshóp vegna bólusetninga.

For­saga málsins er sú að þann 25. febrúar síðast­liðinn sendi Um­hyggja í sam­vinnu við fjölda annarra fé­laga frá sér á­skorun til yfir­valda vegna mikil­vægi bólu­setningar for­eldra lang­veikra barna gegn Co­vid-19.
Í til­kynningu sem birt var á sam­fé­lags­miðlum þeirra segir að nú séu liðnir tveir og hálfur mánuður og að enn sé ekki farið að kalla for­eldra sem eiga lang­veik börn í á­hættu­hóp inn eftir for­gangs­lista þar sem listinn er ekki kominn inn á borð Heilsu­gæslunnar.

Þar segir að þeir for­eldrar lang­veikra barna sem eru komnir með boð eða bólu­setningu hafa fengið það á öðrum for­sendum, það er vegna eigin heilsu­fars/lyfja­sögu eða annars.

Bíða upplýsinga frá Þjóðskrá

Þau greina frá því að eftir í­trekanir, pósta og sím­töl síðustu vikur hafi þau í fyrra­dag heyrt í teymi hjá sótt­varnar­lækni, land­lækni, for­stjóra Heilsu­gæslunnar, fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni og fram­kvæmda­stjóra lækninga hjá Heilsu­gæslunni og að niður­staðan sé sú að þau bíði enn eftir upp­lýsingum frá Þjóð­skrá sem þau búast við í þessari viku.

„… við höfum heyrt að Per­sónu­vernd sé búin að veita sitt leyfi fyrir notkun upp­lýsinga. Heilsu­gæslan hefur því ekki enn fengið listana sem Land­læknis­em­bættið mun senda þeim með nöfnum þeirra for­eldra sem eiga að fá bólu­setningu og vegna þessa hafa for­eldrar sem hafa hringt í Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins fengið mjög mis­vísandi upp­lýsingar þess eðlis að þau séu ekki á for­gangs­lista,“ segir í til­kynningu sam­takanna.

Reiði og óöryggi

Þau segja að eðli­lega hafi þetta skapað bæði reiði og ó­öryggi og að þau hafi nú óskað eftir því að starfs­fólk heilsu­gæslunnar verði upp­lýst svo að þau sem svari í síma geti svarað í sam­ræmi við það. Þá hafi heilsu­gæslan óskað eftir þeirra að­stoð við að koma þessu á fram­færi til for­eldra.

„Sé kenni­tölu flett upp eins og staðan er í dag birtist ein­göngu sá hópur sem for­eldrið væri sett í al­mennt, en ekkert við­komandi stöðu þess sem for­eldris lang­veiks barns. Heilsu­gæslan segist vera í start­holunum og muni senda út boð í bólu­setningu um leið og listinn berist þeim,“ segir í til­kynningunni.

Þá segja þau að lokum að það að málið hafi legið hjá Þjóð­skrá í að minnsta fimm vikur án niður­stöðu sé hins vegar graf­alvar­legt mál og að þau hafi sent Þjóð­skrá fyrir­spurn þar sem krafist er svara um á hverju málið strandi.

Til­kynninguna er hægt að sjá hér að neðan.

Þann 25. febrúar síðastliðinn sendi Umhyggja í samvinnu við fjölda annarra félaga frá sér áskorun til yfirvalda vegna...

Posted by Umhyggja - Félag langveikra barna on Wednesday, 12 May 2021