Foreldrar Ethan Crumbley sem myrti fjóra í menntaskólanum Oxford High School í úthverfi Detroit í vikunni, hafa verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa gefið syni sínum byssuna sem varð hinum látnu að bana í jólagjöf.

Foreldrarnir viðurkenndu fyrir dómstólum að hafa á Black Friday síðastliðinn keypt byssu fyrir fimmtán ára gamlan son sinn.

Alls létust fjórir í árásinni og sjö aðrir særðust. Yngsta fórnarlambið var fjórtán ára og þeir elstu sautján ára.

Fyrr um daginn voru foreldrar hans, Jennifer og James, kölluð á fund í skólann með syni sínum vegna tilkynninga frá kennurum Ethans um ógnandi teikningar.

Foreldrarnir spurðu Ethan ekki hvort að hann væri með skotvopnið meðferðis þann daginn en byssan var geymd í aðgengilegri skúffu á heimili þeirra.

Ethan hafði áður birt myndir af skammbyssunni á samskiptamiðlum sínum og var búinn að leita að skotfærum á netinu.

Eftir að hafa setið fund með skólayfirvöldum og foreldrum sínum var Ethan hleypt aftur inn í tíma þar sem hann réðst á samnemendur sína.

Saksóknari útilokar ekki að fleiri einstaklingar eigi von á kæru fyrir að hafa ekki náð að stöðva árásina í tæka tíð.