For­eldrar barna tólf ára og eldri ára geta nú bókað bólu­setningu með bólu­efni Pfizer fyrir börn sín óski þau þess. Á vef land­læknis­em­bættisins kemur fram að sam­kvæmt nýjustu reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra falli úr gildi á­kvæði um aldur þeirra sem þiggja bólu­setningu og því sé hægt að nota bólu­efnin eins og aldurs­mörk eru í fylgi­seðlum.

Þó svo að það megi nú bólu­setja niður í tólf ára verða börn á aldrinum 12 til 15 ára ekki boðuð í bólu­setningu.

Á vef land­læknis segir að fram­kvæmdin sé á vegum heilsu­gæslunnar og að hver heilsu­gæsla þurfi að halda utan um þau börn sem óskað er eftir bólu­setningu fyrir á sínu svæði. Skráning bólu­setningar og út­gáfa vott­orða um bólu­setningu er á sama hátt og fyrir 16 ára og eldri.

Bólu­setningin er á­fram bólu­settum að kostnaðar­lausu þar sem hún er til komin og heldur á­fram vegna opin­berra sótt­varna­ráð­stafana til að draga úr smit­hættu hér­lendis.

Til­kynningin er hér.