Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins sagði á Al­þingi í dag að nú sé kominn tími til þess að hjálpa ein­stak­lingum sem glíma með fíkni­sjúk­dóma, í stað þess að jarða þau á bið­listum.

„Fíkn, fíkni­sjúk­dómar, drykkju­sýki. Það þekkir enginn þessi hug­tök, sér­stak­lega þeir ein­staklingar sem glíma við þennan vá­gest,“ sagði Inga. Hún gagn­rýnir kerfið sem á að að­stoða fólk sem þarf á að­stoð að halda að sökum fíknar.

„Hvers­lags kerfi skyldi nú mæta þeim. Hvernig er tekið utan um þennan þjóð­fé­lags­hóp. Ég hef núna undan­farnar vikur fengið alveg í beinni út­sendingu að fylgjast með þeirri þrauta­göngu sem fár­veikt fólk er að ganga í gegnum hér og alla þá veggi sem þeim mæta og rekast á í frá­bæra heil­brigðis­kerfinu,“ sagði Inga kald­hæðnis­lega.

Ekkert annað í stöðunni en að gefast upp

Inga segir að það sé ekkert annað í stöðunni fyrir ein­stak­linga sem glíma við fíkn en að „detta í það“ og gefast upp.

„Þeir sem þykjast vilja að­stoða þá, þeir gera það alls ekki, engan veginn. Og bara það að núna í síðustu viku hafi verið að mæla fyrir frum­varpi, þar sem var farið þess á leit að við sam­þykktum lengingu á endur­hæfingar­líf­eyri úr þrem árum í fimm. Eins og það sé ekki full­reynt eftir þrjú ár hvor þú sért í raun og ver til­búin að stíga inn í vinnuna,“ sagði Inga.

Þá finnst Ingu það ein­kenni­legt að þeir sem glími við fíkn þurfi að greiða úr eigin vasa fyrir alls­kyns úr­ræði, líkt og sjúkra­þjálfara og sál­fræði­með­ferð. „Það kostar allt peninga viður­legi for­seti, en ein­hvern veginn eiga þeir að týna þá af trjánum,“ sagði Inga.

„Ég hef skömm á þessu samfélagi“

Inga sagði að nú væri kominn tími til þess að halda utan um fólk sem glímir við fíkni­efna­vanda.

„Það eru for­dómar og aftur for­dómar sem eru að drekkja sam­fé­laginu hérna gagn­vart fíkn og fíkni­sjúk­dóm. Það er komin tími til þess að við förum að taka utan um þetta fólk og þennan mann­auð sem það hefur að geyma og hjálpa þeim út í lífið á ný, í stað þess að jarða þau hvert á fætur öðru á bið­lista eftir hjálp. Ég hef skömm á þessu sam­fé­lagi,“ sagði Inga.