Helstu niðurstöður BS-ritgerðar Önnu Margrétar Óskarsdóttur um stöðu fatlaðra á vinnumarkaði benda til að í flestum tilfellum sé atvinnuleysi mun meira hjá fötluðum einstaklingum en öðrum. Má rekja það til þeirra hindrana sem þeir verða fyrir vegna fordóma í samfélaginu og neikvæðra viðhorfa vinnuveitenda og stjórnenda fyrirtækja.

Meðal ályktana í ritgerðinni er að ljóst sé að lögum sem tryggja eiga réttindi fatlaðs fólks sé ekki fylgt í öllum tilvikum, þrátt fyrir miklar lagaumbætur undanfarin ár.

Anna Margrét skoðaði réttarstöðu fatlaðra einstaklinga á Íslandi, fordóma, útskúfun og afleiðingar þess sem eru alvarlegur raunveruleiki fatlaðra einstaklinga á vinnumarkaði.