Kol­beinn Óttars­son Propp­é, þing­mað­ur Vinstr­i grænn­a, gagn­rýn­ir harð­leg­a fyr­ir­hug­að­a varn­ar­æf­ing­u At­lants­hafs­band­a­lags­ins, NATO, hér á land­i í okt­ó­ber. Seg­ir hann að um sé að ræða „æf­ing­u í að drep­a ann­að fólk“. 

Greint var frá æf­ing­unn­i, Tri­dent Junct­ur­e 2018, hér á land­i og í Nor­eg­i í nóv­emb­er og okt­ó­ber. Þann­ig munu 400 band­a­rísk­ir land­göng­u­lið­ar æfa lend­ing­u í Sand­vík, nærr­i Höfn­um í Reykj­a­nes­bæ, þann 16. okt­ó­ber en um 120 land­göng­u­lið­ar verð­a flutt­ir með þyrl­um á ör­ygg­is­svæð­ið þar sem æfð verð­a við­brögð við árás á stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Sjá einnig: Hundruð hermanna æfa í Sandvík

„Her­æf­ing­ar eru ekki spenn­and­i leik­ur fólks með fram­úr­stefn­u­leg tól. Þett­a er æf­ing í að drep­a ann­að fólk. Við, sem met­um líf ann­arr­a, eig­um að vera á móti slík­u, enda á mað­ur ekki að drep­a ann­að fólk,“ skrif­ar Kol­beinn á Fac­e­bo­ok en hann seg­ir frið­ar­pól­it­ík og hern­að­ar­and­stöð­u á­vallt hafa ver­ið eina af grunn­stoð­um hans pól­it­ísk­u sann­fær­ing­ar.

„Ég hef ver­ið fé­lag­i í Sam­tök­um hern­að­ar­and­stæð­ing­a frá því ég hafð­i ald­ur til, set­ið þar í mið­nefnd og skrif­að í og ver­ið í rit­nefnd Dag­far­a. Sú stoð er jafn sterk og áður.“ 

Hann kveðst á­skilj­a sér þann rétt til að hald­a slík­um mót­mæl­um á­fram, ekki síst í ljós­i þess að nú sé von á 400 her­mönn­um hing­að til lands. Hon­um þyk­ir mið­ur að ekki fleir­i flokk­ar deil­i stefn­u Vinstr­i grænn­a um and­stöð­u við NATO. 

„Ef fleir­i tækj­u skýr­a af­stöð­u gegn hern­að­ar­band­a­lag­in­u, þá væru þess­ar morð­æf­ing­ar ekki regl­u­leg­a haldn­ar hér á land­i,“ skrif­ar hann að lok­um.