„Ég man ekki eftir að við­líka að­stæður hafi skapast vegna veðurs á flug­vellinum,“ segir Guð­jón Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Isavia, um af­leiðingar veður­ofsans á Kefla­víkur­flug­velli síðustu sólar­hringa.

„Við brugðumst við þeim að­stæðum sem sköpuðust af­skap­lega ó­vænt og þar lögðu allir hönd á plóg.“ Sam­hent átak starfs­fólks Isavia, flug­fé­laganna og við­bragðs­aðila tryggði að öllum far­þegum leið eins vel og mögu­legt var að mati Guð­jóns.

1200 far­þegar Icelandair sátu fastir um borð í átta flugvélum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn sunnudag. Fjölda­hjálparmið­stöð var sett upp í íþróttahúsinu Sunnubraut í Keflavík fyrir strandaglópa í Leifsstöð ,en miðstöðinni var lokað laust fyrir hádegi í gær.

Far­þegar sátu fastir um borð í tíu vélum á sunnudaginn.
Mynd/Facebook

Minnti á lang­þreytt flótta­fólk

Björn Bjarna­son, fyrr­verandi mennta- og dóms­mála­ráð­herra, deildi mynd af göngu­braut frá lang­tíma­bíla­stæðinu á flug­stöðinni í gær þar sem myndast höfðu skaflar af snjó í gang­veginum. Myndin hefur farið eins og eldur í sinu á sam­fé­lags­miðlum. „Litlu töskunni minni var unnt að smeygja fram hjá skaflinum. Lík­lega hafa ein­hverjir bíl­stjórar átt í erfið­leikum með að losa bíla úr stæðum vegna snjó­ruðninga,“ segir Björn í vefsíðu sinni.

Björn segir að­komu á Leifs­stöð hafa verið heldur dapur­lega. „Fólk lá í teppum eða öðru í and­dyri flug­stöðvarinnar og minnti að­koman á það sem sést af myndum af lang­þreyttu flótta­fólki.“

Allar leiðir greiðar

Ein­hver röskun var á flugi í gær vegna veðurs. Land­göngu­brýr voru tíma­bundið teknar úr notkun og flugi ýmist flýtt eða seinkað. Í dag hafa allir skaflar þó verið ruddir og allt flug er sam­kvæmt á­ætlun. „Allar leiðir eru greiðar og verða vonandi á­fram,“ segir Guð­jón. Hann hvetur fólk þó til að fylgjast vel með veður­spá í dag.