Fjallað var um mál albönsku fjöl­skyldunnar á þingi í dag. í það minnsta tveir þing­menn sem for­dæmdu brott­vísun þeirra. Jón Stein­dór Valdimars­son, þing­maður Við­reisnar, og Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, voru harð­orð í garð yfir­valda.

Jón Stein­dór sagði í á­varpi sínu að hann trúði því ekki að svona væri staðið að verki.

„Í morgun var 26 ára albönsk kona, komin nærri 9 mánuði á leið send úr landi á­samt tveggja ára barninu sínu og eigin­manni. Hún var send úr landi þrátt fyrir að ljós­mæður og læknar Land­spítalans legðust gegn því í nótt að hún myndi fljúga. Á meðan konan var inn á spítala beið lög­reglan með blikkandi ljós við spítalann,“ sagði Jón Stein­dór.

Hann benti á að sam­kvæmt svörum Land­læknis­em­bættisins til Stundarinnar sé það litið „al­var­legum augum“ að ráð­leggingum sér­fræðinga Land­spítalans hafi ekki verið hlýtt, þegar konan var flutt úr landi í nótt. Konan sé í á­hættu­hópi og í mjög við­kvæmri stöðu. Þá nefndi hann það einnig að yfir­ljós­móðir með­göngu­verndar sagði það á­hættu­með­göngu þegar konur í við­kvæmri stöðu hælis­leit­enda ganga með barn undir belti, og því er á­hættu­samt fyrir þær að ferðast.

„Þessu verður að breyta – að­farir af þessu tagi mega ekki endur­taka sig. Þær eru hneysa,“ sagði Jón Stein­dór.

Hann sagði á­byrgðina hjá dóms­mála­ráð­herra og ríkis­stjórn. Það þýddi lítið að tala fal­lega og vilja reka „mann­úð­lega stefnu gagn­vart“ flótta­fólki og hælis­leit­endum en láta svo þessi vinnu­brögð við­gangast.

„Mér er mis­boðið,“ sagði hann að lokum.

„Konan er í á­hættu­með­göngu og í sér­stak­lega erfiðri stöðu hvort tveggja líkam­lega og fé­lags­lega,“ sagði Helga Vala.
Fréttablaðið/Ernir

Fordæmir ákvörðun yfirvalda

Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, tók til máls á eftir Jóni Stein­dóri.

„Konan er í á­hættu­með­göngu og í sér­stak­lega erfiðri stöðu hvort tveggja líkam­lega og fé­lags­lega,“ sagði Helga Vala og sagði konuna á meðan hún dvaldi hér hvorki hafa hitt lækni né ljós­móður þar til seint í gær. Hún sagði að fjöl­skyldan hefði treyst því að þeim yrði ekki vísað brott nema niður­staða væri komin í mál þeirra og að ís­lensk stjórn­völd myndu ekki stefna lífi konunnar og ó­fædds barns henna rí hættu á loka­viku með­göngu „með því að láta hana fljúga langa leið frá Ís­landi til heima­lands mögu­lega með milli­lendingu“ með aukinni hættu fyrir þau.

„En þar skjátlaðist fjöl­skyldunni,“ sagði Helga Vala sem sagði yfir­völd hafa virt að vettugi ráð­leggingar lækna og ljós­mæðra á Land­spítalanum um að hún skyldi ekki send í flug og þá skoðun að það væri ekki ó­hætt fyrir hana að fljúga. Frekar hefði verið stuðst við vott­orð sem hafi verið gert af lækni Út­lendinga­stofnunar fyrir um þremur vikum þar sem fram kom að konan væri „ferða­fær“ eða á ensku „fit to fly“.

Helga Vala sagði að lokum að þetta teldi ríkis­stjórnin „mann­úð­lega“ stefnu og for­dæmdi á­kvörðun yfir­valda.

„Þetta er al­ger­lega ó­boð­legt og ó­manneskju­legt og ég for­dæmi þessi vinnu­brögð Út­lendinga­stofnunar, al­þjóða­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, læknis á mót­töku­mið­stöð Út­lendinga­stofnunar og ríkis­stjórnarinnar allrar sem lætur slíkt gerast á sinni vakt.“