Fjór­tán þing­menn úr stjórn og stjórnar­and­stöðu hafa lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu þess efnis að Al­þingi for­dæmi of­beldis­að­gerðir Ísraels­hers gegn palestínsku þjóðinni. Verði til­lagan sam­þykkt mun Al­þingi jafn­framt skora á stjórn­völd í Ísrael að hætta þegar í stað hvers konar beitingu her­valds í sam­skiptum við Palestínu­menn og að flytja her­lið sitt og land­töku­fólk brott af her­numdum svæðum Palestínu. Sam­hliða þessu myndi Al­þingi hvetja ríki heims til að taka undir þessa for­dæmingu, að standa með mann­réttindum og að beita sér fyrir frjálsri Palestínu.

Hall­dóra Mogen­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, er fyrsti flutnings­maður þings­á­lyktunar­til­lögunnar, þar sem segir meðal annars:

„Al­þingi á­lyktar að for­dæma harð­lega of­beldis­að­gerðir ísraelsks her­liðs gegn palestínsku þjóðinni sem og land­töku­stefnu Ísraels­stjórnar. Al­þingi skorar á stjórn­völd í Ísrael að hætta þegar í stað hvers konar beitingu her­valds í sam­skiptum við Palestínu og að flytja her­lið sitt og land­töku­fólk brott af her­numdum svæðum Palestínu. Al­þingi skorar á ríki heims að taka undir þessa for­dæmingu, að standa með mann­réttindum og að beita sér fyrir frjálsri Palestínu.“

Lögð fram vegna aukinnar hörku Ísraels

Í frétta­til­kynningu frá þing­flokki Pírata segir að þings­á­lyktunar­til­lagan sé lögð fram vegna aukinnar hörku í á­rásum ísraelskra stjórn­valda gegn palestínskum borgurum.

„Nýjasta hrina loft­á­rása Ísraels-ríkis, sem hefur nú staðið yfir í um viku, hefur kostað um 200 palestínska borgara lífið, þar af er helmingurinn konur og börn. Á­rásirnar eru fylgi­fiskur aukinnar spennu á land­töku­svæðum vegna brott­flutnings palestínskra íbúa þaðan.“

Ís­land var fyrst vest­rænna þjóða til að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu árið 2011. Í frétta­til­kynningunni segir að þings­á­lyktunin muni gefa Al­þingi færi á að for­dæma að­gerðir ísraelsks her­liðs gegn palestínsku þjóðinni.

Auk Hall­dóru Mogen­sen skrifa eftir­farandi þing­menn undir þings­á­lyktunina:

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata.
Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður Vinstri­hreyfingarinnar – græns fram­boðs.
Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata.
Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar.
Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata.
Hjálmar Bogi Haf­liða­son, þing­maður Fram­sóknar­flokksins.
Jón Stein­dór Valdimars­son, þing­maður Við­reisnar.
Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata.
Líneik Anna Sæ­vars­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins.
Olga Margrét Cili­a, þing­maður Pírata.
Ólafur Þór Gunnars­son, þing­maður Vinstri­hreyfingarinnar – græns fram­boðs.
Smári Mc­Cart­hy, þing­maður Pírata.
Steinunn Þóra Árna­dóttir, þing­maður Vinstri­hreyfingarinnar – græns fram­boðs.