Öryggi og frelsi blaðamanna er ógnað á Íslandi að mati NAMPU, stéttarfélagi blaðamanna í Namibíu.

Namibískir blaðamanna lýsa yfir stuðningi við íslenska blaðamann í kjölfar aðfarar Samherja að mannorði blaðamannsins Helga Seljan. Félagið skorar á stjórnendur fjölmiðla og mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands að tryggja fjölmiðlafrelsi svo blaðamenn geti áfram tryggt almenningi aðgang að upplýsingum sem varpa ljósi á spillingu.

„Íslenska fyrirtækið Samherji, sem hefur verið í miðpunkti spillingaásakana, hefur beitt alls konar brögðum til að kúga blaðamenn, meðal annars með upplýsingaóreiðu, áróðursmyndböndum, beinu áreiti og tilraun til þess að þagga niður í fréttum um starfsemi þeirra í Namibíu,“ segir í yfirlýsingu NAMPU en félagið fordæmir aðgerðir Samherja og krefst þess að fyrirtækið hætti tafarlaust að áreita blaðamennina sem fjölluðu um Samherjamálið svokallaða eða Fishrot eins og það er einnig kallað.

Í yfirlýsingu NAMPU kemur fram að blaðamenn sem greindu frá kvótabraski Samherja í Namibíu hafi upplifað stöðugar árásir af hendi Samherja. Einkaspæjari, sem NAMPU telur að starfi fyrir Samherja, hafi setið fyrir Helga Seljan. Samherji lagði einnig fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum.

Yfirlýsing NAMPU.