Bíllinn var frumsýndur á SEMA sýningunni í Las Vegas í síðustu viku og er nákvæm eftirlíking á ytra byrði bílsins. Undir skinninu er þó vöðvabúnt af annarri kynslóð. Í stað sjö lítra vélarinnar er komin 8,4 lítra V8 vél sem skilar 815 hestöflum. Við hana er Tremec beinskiptur gírkassi og Centerforce DYAD kúpling með tveimur diskum. Bíllinn er breyttur af Classic Restorations og þeir breyttu líka fjöðruninni. Að aftan er komin fjögurra liða fjöðrun og stillanleg fjöðrun að framan. Bak við álfelgurnar eru Wilwood bremsur með sex stimplum að framan og fjórum að aftan. Hvert eintak mun taka fjóra mánuði í smíði og þarf að sérpanta hvern bíl. Hann verður ekki ódýr en hvert eintak mun kosta um 25 milljónir króna.