Ford áætlar að drægið sé um 380 km samkvæmt ameríska EPA staðlinum, en hann er oft raunverulegri en evrópski WLTP staðallinn þegar kemur að drægi raf bíla. Performance útgáfan mun koma á 20 tommu álfelgum og Pirelli dekkjum og diskurinn í Brembo bremsunum að framan er 19 tommu breiður. Grunnútgáfa Mustang Mach-E fer á markað næsta vor og mesta drægi hans er um 600 km.