Alls hefur kviknað í sjö Ford Kuga PHEV þegar þeir voru í hleðslu. Ford segir að nálægð rafhlöðunnar við bensíntankinn sé líklegasta orsökin en raf hlöðurnar virðast hafa of hitnað. Ford í Bretlandi hefur brugðist við vandamálinu með því að aftengja raf búnaðinn og bjóða eigendum bílanna 90.000 kr. bensíninneign, þar sem bílarnir eyða meira án tvinnbúnaðarins. Á meðan leitar Ford leiða til að laga vandamálið, sem gæti tekið mánuði frekar en vikur, að sögn talsmanna Ford. Að sögn Gísla Jóns Bjarnasonar, sölustjóra Ford á Íslandi, voru nokkrir Ford Kuga PHEV seldir hérlendis, og er verið að vinna í innköllun þeirra. Mun eigendum þeirra verða boðin svipuð bensínuppbót og í Bretlandi.