Bandaríski bílaframleiðandinn Ford einblínir þessa dagana á að framleiða andlitsgrímur og öndunarvélar til að sinna eftirspurn í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.
Sífellt fleiri fyrirtæki vestanhafs eru farin að leggja niður hefðbundin störf og einblína á að framleiða hlífðarbúnað.
Áætlað er að með aðkomu Ford geti stærsti andlitsgrímuframleiðandi Bandaríkjanna, 3M, tífaldað framleiðslugetu sína. Þá notast Ford við 3D-prentara við að gera stærri andlitsgrímur fyrir starfsfólk heilbrigðisgeirans eins og sjá má hér fyrir neðan.
Að lokum er Ford einnig byrjað að vinna í því að framleiða öndunarvélar í samstarfi við GE Healthcare. Skortur er á öndunarvélum í Bandaríkjunum og er aðstoð Ford því kærkomin.