Ford ætlar ekki að missa af rafmagnsvæðingunni og mun kynna bæði Focus og Fiesta bíla sín á næsta ári í 48 Volta mild-hybrid útfærslu. Þessir bílar munu bætast við Ford Mondeo Hybrid og mild-hybrid útfærslum á sendibílunum Transit og Tourneo. Ford hefur reyndar áður líst því yfir að hver einasta bílgerð þeirra muni brátt bjóðast sem hybrid, mild-hybrid, plug-in-hybrid eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. 

Bílarnir tveir munu fá nöfnin Focus Ecoboost Hybrid og Fiesta Ecoboost Hybrid og í þeim verður auk rafmótoranna 1,0 lítra þriggja strokka Ecoboost brunavél og stærri forþjappa en áður. Bílarnir verða eyðslugrannir og menga rétt yfir 100 g/km af CO2.