Ford eykur framleiðsluna á Expedition og Lincoln Navigator

Aukningin í sölu Expedition hefur numið um 57% á síðustu mánuðum.

Úr samsetningarverksmiðju Ford í Kentucky þar sem smíðaður er Expedition.

Svo mikil er eftirspurnin eftir hinum stóru jeppum Ford Expedition og Lincoln Navigator að Ford sér þann kostinn vænstan að auka framleiðslu þeirra beggja um 25% og þarf að fjárfesta fyrir 25 milljónir dollara svo það sé mögulegt. Alls ekki slæmt vandamál sem Ford glímir við þar, enda um dýra bíla að ræða sem skila fyrirtækinu miklum ábata. Í prófunum á öllum þeim þriggja sætaraða bílum sem boðnir eru í Bandaríkjunum fengu einmitt Expedition og Navigator hæstu einkunnina og þeir renna svo hratt út að bílarnir standa aðeins að meðaltali í 6 daga hjá söluaðilum áður en þeir eru keyptir. 

Ford þarf að fjárfesta í 400 nýjum vélmennum til að ná þessari 25% framleiðniaukningu en einnig í 3D prenturum til að framleiða ýmsa íhluti nógu hratt til að tefja ekki framleiðsluna. Ford segir að nýir kaupendur á Expedition og Navigator séu að setja eldri Land Rover og Mercedes jeppa uppí kaupin og að um 85% kaupenda séu að velja sér dýrustu high-end Black Label og Reserve módelin af bílunum. Aukningin í sölu Expedition hefur numið um 57% á síðustu mánuðum. 

Tengdar fréttir

Bílar

11 hestafla Mahindra með meiri burðargetu en Ford F-150

Bílar

Nýr VW Touareg nálgast

Bílar

GM lokar verksmiðju í S-Kóreu

Auglýsing
Auglýsing

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing