Samstarfsaðili Ford í Kína er Changan og þar eru Ford bílar fyrir Kínamarkað. Framleiddir. Nú heyrast þær raddir að Changan hefur hafið viðamiklar uppsagnir á starfsfólki sökum dræmrar sölu Ford bíla í Kína undanfarið. Þar starfa 20.000 manns en þeim mun fækka um nokkur þúsund á næstunni ef heimildir frá Kína reynast réttar. Ford hefur ekki staðfest þessar fréttir og verjast reyndar frétta af vandræðum sínum í Kína, langstærsta bílamarkaði heims. 

Flestir stærri bílaframleiðendur heims hafa fjárfest fyrir milljarða á milljarða ofan í Kína en nú hefur aldeilis dregið fyrir sólu í bílasölu þar eystra. Svo slæmt er ástandið í þeim þremur verksmiðjum sem Ford rekur með Changan í Kína að framleiðsla fari þar fram á fimmtungi af mögulegri framleiðslu og það mun vart borga sig til frambúðar.