Það sem við höfum séð hingað til er að hann notast við sama kassalaga útlit og fyrsta kynslóð hans gerði, en sá bíll var við lýði 1966-1977. Hann verður fáanlegur í þrigga og fimm dyra útfærslum og þá einnig með hurðum sem má fjarlægja. Saman verður hægt að gera við toppinn svo hann geti keppt við Jeep Wrangler með samskonar útfærslu. Hann verður ekki með V8 vél en þess í stað með annað hvort fjögurra strokka vél með forþjöppu eða 2,7 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. Hann er byggður á sama undirvagni og Ford Ranger pallbíllinn og verður með sjö þrepa sjálfskiptingu með skriðgír. Einnig verður tvinnútgáfa í boði, nema hvað? Nánar verður fjallað um nýjan Bronco á bílasíðum Frettablaðsins á næstunni.