Alls eru 28 iðkendur í World Class komnir í sóttkví. Ástæðan er sú að einn þeirra sem greindist með kórónuveiruna í gær fór á æfingu í Laugum í hádeginu á föstudag án þess að vita að hann væri smitaður. Þetta kemur fram í fréttmbl.is.
Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi fengið upplýsingar hjá þeim um hverjir voru í sóttvarnarhólfi þess smitaða.
Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum mega 50 manns vera í hverju hólfi ein einungis 28 manns voru að æfa í sama hólfi og sá smitaði.
„Ég vona að það verði ekkert meira úr þessu, það kemur bara í ljós,“ segir Björn í samtali við mbl.is.