Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra sagðist aðspurð hafa alfarið hafa farið eftir ráðleggingum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis þegar hún kynnti slakanir á sóttvörnum innanlands í dag eftir ríkisstjórnarfund. Breyttar reglur taka gildi 15.apríl, eða á miðnætti þann 14.apríl eins og sjá má á vef ráðuneytisins.

Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis segir hins vegar: „Ég legg því til eftirfarandi aðgerðir frá og með 16. apríl 2021 og til grundvallar er stuðst við afléttingar á aðgerðum þ. 13. janúar 2021.“

Svandís sagðist hins vegar alfarið hafa farið eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis, eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem hún lét uppi tilslakanir á sóttvarnarreglum innanlands.

Minnisblaðið er hér