Bílar

Fór 1.113 km á rafmagnshjóli á einum degi

Líklega eru fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki.

Zero rafmagnsmótorhjólið í hleðslu í langferðinni.

Þýskur eigandi Zero ZF 14.4 rafmagnsmótorhjóls náði að komast 1.113,4 kílómetra á 24 klukkustundum og líklega fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki. Þennan ökutúr fór Remo Klawitter innan Þýskalands, þ.e. milli Berlínar og Neustrelitz. Hann þurfti að hlaða hjól sitt nokkrum sinnum á leiðinni þar sem drægni hjólsins er ekki nema um 150 km. 

Hjólið var því í sambandi við rafhleðslu í samtals 9,5 klukkustundir, en þess á milli hjólaði Remo hjóli sínu á milli hleðslustöðva. Hann fékk því góðan tíma til þessa að bæði hvílast og nærast á leiðinni og hafði mjög gaman að ökutúrnum langa. Hann hafði reyndar lengi dreymt um slíka langför, ekki síst til að færa fólki heim sanninn um hve langt er hægt að ferðast um á rafmagnsmótorhjóli. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Höldur frumsýnir Kia Stinger og Stonic

Bílar

Verksmiðja Tesla keyrð allan sólarhringinn

Bílar

Ford, Nissan og Ford tapa sölu í Evrópu

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Auglýsing