Bílar

Fór 1.113 km á rafmagnshjóli á einum degi

Líklega eru fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki.

Zero rafmagnsmótorhjólið í hleðslu í langferðinni.

Þýskur eigandi Zero ZF 14.4 rafmagnsmótorhjóls náði að komast 1.113,4 kílómetra á 24 klukkustundum og líklega fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki. Þennan ökutúr fór Remo Klawitter innan Þýskalands, þ.e. milli Berlínar og Neustrelitz. Hann þurfti að hlaða hjól sitt nokkrum sinnum á leiðinni þar sem drægni hjólsins er ekki nema um 150 km. 

Hjólið var því í sambandi við rafhleðslu í samtals 9,5 klukkustundir, en þess á milli hjólaði Remo hjóli sínu á milli hleðslustöðva. Hann fékk því góðan tíma til þessa að bæði hvílast og nærast á leiðinni og hafði mjög gaman að ökutúrnum langa. Hann hafði reyndar lengi dreymt um slíka langför, ekki síst til að færa fólki heim sanninn um hve langt er hægt að ferðast um á rafmagnsmótorhjóli. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing