Bílar

Fór 1.113 km á rafmagnshjóli á einum degi

Líklega eru fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki.

Zero rafmagnsmótorhjólið í hleðslu í langferðinni.

Þýskur eigandi Zero ZF 14.4 rafmagnsmótorhjóls náði að komast 1.113,4 kílómetra á 24 klukkustundum og líklega fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki. Þennan ökutúr fór Remo Klawitter innan Þýskalands, þ.e. milli Berlínar og Neustrelitz. Hann þurfti að hlaða hjól sitt nokkrum sinnum á leiðinni þar sem drægni hjólsins er ekki nema um 150 km. 

Hjólið var því í sambandi við rafhleðslu í samtals 9,5 klukkustundir, en þess á milli hjólaði Remo hjóli sínu á milli hleðslustöðva. Hann fékk því góðan tíma til þessa að bæði hvílast og nærast á leiðinni og hafði mjög gaman að ökutúrnum langa. Hann hafði reyndar lengi dreymt um slíka langför, ekki síst til að færa fólki heim sanninn um hve langt er hægt að ferðast um á rafmagnsmótorhjóli. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

53% kaupenda í BNA er sama hvar bíllinn er smíðaður

Bílar

Vinsælustu bílar hvers Evrópulands

Bílar

Volkswagen sló metið upp Pikes Peak

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Auglýsing