Bílar

Fór 1.113 km á rafmagnshjóli á einum degi

Líklega eru fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki.

Zero rafmagnsmótorhjólið í hleðslu í langferðinni.

Þýskur eigandi Zero ZF 14.4 rafmagnsmótorhjóls náði að komast 1.113,4 kílómetra á 24 klukkustundum og líklega fá dæmi um aðra eins vegalengd farna á einum degi á rafdrifnu ökutæki. Þennan ökutúr fór Remo Klawitter innan Þýskalands, þ.e. milli Berlínar og Neustrelitz. Hann þurfti að hlaða hjól sitt nokkrum sinnum á leiðinni þar sem drægni hjólsins er ekki nema um 150 km. 

Hjólið var því í sambandi við rafhleðslu í samtals 9,5 klukkustundir, en þess á milli hjólaði Remo hjóli sínu á milli hleðslustöðva. Hann fékk því góðan tíma til þessa að bæði hvílast og nærast á leiðinni og hafði mjög gaman að ökutúrnum langa. Hann hafði reyndar lengi dreymt um slíka langför, ekki síst til að færa fólki heim sanninn um hve langt er hægt að ferðast um á rafmagnsmótorhjóli. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Audi og SAIC reisa rafmagns-bílaverksmiðju í Kína

Bílar

Rafknúinn London Taxi í París

Bílar

Hressir bílar og enn hressari forstjóri

Auglýsing

Nýjast

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Stúlkurnar þrjár fundnar

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Auglýsing