For­maður Af­stöðu hvetur Fangelsis­mála­stofnun til að veita þeim föngum frelsi sem hlotið hafa fangelsis­dóma fyrir minni­háttar brot og ekki teljast hættu­legir sam­fé­laginu. Þetta kemur fram í að­sendri grein frá Guð­mundi Inga Þór­odds­syni, á vef Frétta­blaðsins í gær.

Fangelsis­mála­stofnun hefur tíma­bundið lokað fyrir heim­sóknir gesta og ferðir fanga úr fangelsum af sótt­varna­á­stæðum.

Er um að ræða tíma­bundnar ráð­stafanir til að draga úr líkum á dreifingu CO­VID-19 í fangelsum landsins. Í greininni er lýst á­hyggjum af geð­heilsu fanga og varað við á­hrifum af heim­sókna­banni.

Guðmundur Ingi Þóroddssonur, formaður Afstöðu.

„Fangar tóku á sig veru­legar byrðar þegar neyðar­stigi var lýst yfir í fangelsum landsins í vor og nei­kvæð á­hrif eru enn að koma fram,“ segir meðal annars í greininni og eru fangelsis­yfir­völd hvött til þess að taka til­lögur fé­lagsins að úr­bótum al­var­lega og hrinda þeim í fram­kvæmd.

„Þá ætti að veita föngum endur­gjalds­lausa síma­þjónustu, auka tóm­stundir og undir­búa fjar­nám og nám­skeið sem hefjast ættu í ágúst. Halda verður starf­semi AA-sam­takanna ó­breyttri og full­trúar frá Af­stöðu verða á­fram að fá að heim­sækja fangelsin,“ segir í greininni.