Fólkið sem flutt var á slysa­deild í kjöl­far elds­voða í íbúð í Máva­hlíð í vikunni er al­var­lega slasað en þetta stað­festir Guð­mundur Pétur Guð­munds­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Eina sem ég get sagt er að rann­sókn stendur enn þá yfir og ekkert hægt að segja hvernig henni miðar,“ segir Guð­mundur en hann sagði ekkert geta sagt frekar um líðan fólksins. „Í grunninn þá er staðan al­var­leg.“

Frétta­blaðið greindi frá því í vikunni að til­kynning hafi borist um elds­voðann í kringum klukkan hálf tvö að­fara­nótt mið­viku­dagsins 23. októ­ber og var nær allt til­tækt slökkvi­lið kallað út til að sinna elds­voðanum. Slökkvi­starf gekk vel en mikill reykur var í í­búðinni eftir að slökkt hafði verið á eldinum.

Gunn­laugur Jóns­son, að­stoðar­varð­stjóri hjá slökkvi­liðinu sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á mið­viku­daginn að reykka­farar hafi farið inn og fljót­lega fundið tvo ein­stak­linga sem fluttir voru á slysa­deild. Ekki er enn vitað hver upp­tök eldsins voru.