Innlent

Slysið við Klaustur: Fólkið er ekki í lífshættu

Bandaríkjamenn og Taívani eru að sögn lögreglu ekki í lífshættu. Fólkið slasaðist í hörðum árekstri skammt frá Kirkjubæjarklaustri á sunnudag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Ernir

Fólkið sem slasaðist í alvarlegu umferðarslys við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag er ekki í lífshættu, ef marka má stöðuuppfærslu lögreglunnar á Suðurlandi.

Í henni segir að skýrslur hafi verið teknar af tveimur Bandaríkjamönnum, sem voru í öðrum bílnum, og að fólkið, karl og kona, hafi verið flutt á almenna deild.

Slysið varð síðdegis á sunnudag, á þjóðvegi 1. Vegurinn var lokaður í um fjóra tíma vegna slyssins en þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið.

Fram kemur að ekki hafi verið rætt við taívanskan ökumann hinnar bifreiðarinnar en að til hafi staðið að flytja hann á almenna deild síðar í dag. „Málið er til áframhaldandi rannsóknar,“ segir lögreglan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Unnu skemmdar­verk á 20 logum Huldu Hákon

Innlent

Átti að út­­skrifast í maí en þarf nú að yfir­gefa landið

Innlent

Píratar og Við­reisn með sam­eigin­legt fram­boð í Ár­borg

Auglýsing

Sjá meira Fréttir

Erlent

Hafna því að Skripal hafi beðið um náðun frá Pútín

Erlent

Yeonmi Park fagnar fæðingu frjáls sonar

Erlent

Puigdemont flúinn frá Finn­landi

Innlent

Handtekinn í miðbænum með hníf í hendi

Erlent

Ganga til stuðnings hertri byssu­lög­gjafar í Banda­­ríkjunum

Alþingi

Ólíklegt að 16 ára fái að kjósa

Auglýsing