Innlent

Slysið við Klaustur: Fólkið er ekki í lífshættu

Bandaríkjamenn og Taívani eru að sögn lögreglu ekki í lífshættu. Fólkið slasaðist í hörðum árekstri skammt frá Kirkjubæjarklaustri á sunnudag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Ernir

Fólkið sem slasaðist í alvarlegu umferðarslys við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag er ekki í lífshættu, ef marka má stöðuuppfærslu lögreglunnar á Suðurlandi.

Í henni segir að skýrslur hafi verið teknar af tveimur Bandaríkjamönnum, sem voru í öðrum bílnum, og að fólkið, karl og kona, hafi verið flutt á almenna deild.

Slysið varð síðdegis á sunnudag, á þjóðvegi 1. Vegurinn var lokaður í um fjóra tíma vegna slyssins en þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið.

Fram kemur að ekki hafi verið rætt við taívanskan ökumann hinnar bifreiðarinnar en að til hafi staðið að flytja hann á almenna deild síðar í dag. „Málið er til áframhaldandi rannsóknar,“ segir lögreglan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Dópaður á mótor­hjóli fór yfir á rauðu og olli slysi

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Hm 2018

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Kjaramál

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Skipulagsmál

Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Lögreglumál

Ákveða næstu skref í rannsókn

Auglýsing