Innlent

Slysið við Klaustur: Fólkið er ekki í lífshættu

Bandaríkjamenn og Taívani eru að sögn lögreglu ekki í lífshættu. Fólkið slasaðist í hörðum árekstri skammt frá Kirkjubæjarklaustri á sunnudag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Ernir

Fólkið sem slasaðist í alvarlegu umferðarslys við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag er ekki í lífshættu, ef marka má stöðuuppfærslu lögreglunnar á Suðurlandi.

Í henni segir að skýrslur hafi verið teknar af tveimur Bandaríkjamönnum, sem voru í öðrum bílnum, og að fólkið, karl og kona, hafi verið flutt á almenna deild.

Slysið varð síðdegis á sunnudag, á þjóðvegi 1. Vegurinn var lokaður í um fjóra tíma vegna slyssins en þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið.

Fram kemur að ekki hafi verið rætt við taívanskan ökumann hinnar bifreiðarinnar en að til hafi staðið að flytja hann á almenna deild síðar í dag. „Málið er til áframhaldandi rannsóknar,“ segir lögreglan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Innlent

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Auglýsing

Nýjast

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing