Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­maður Við­reisnar, segir að þau vanda­mál sem hafi komið upp í sam­fé­laginu eftir heims­far­aldurinn megi flest rekja til hæga­gangs ríkis­stjórnarinnar og lé­legra við­bragða. Hún segir saman­burð á verk­stjórn ríkis­stjórnarinnar og þrí­eykisins svo­kallaða, það er land­læknis, sótt­varna­læknis og al­manna­varna, vera ó­þægi­legan fyrir stjórnina.

„Lykillinn að árangri þre­menninganna hefur verið að þau hafa miðlað sinni sýn á verk­efnið og svarað spurningum. Þjóðin hefur á hverjum tíma fengið að vita hvers sé að vænta. Þau hafa sýnt for­ystu og á­byrgð og þannig fengið þjóðina með sér í erfitt verk­efni,“ segir Þor­björg í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag.

Hún er ekki jafn sátt með ríkis­stjórnina. Hún segir að það verði þjóðinni dýr­keypt efna­hags­lega ef það verði mikið bak­slag í bar­áttu við veiruna og að lausnir í efna­hags­málum mótist af eðli kreppunnar, svig­rúmi ríkis­sjóðs og hvaða sýn ríkis­stjórnin hefur á hvernig sé best að verja fólk og fyrir­tæki.

„Svig­rúmið er til staðar, en það virðist vanta upp á skýra sýn og að farið sé mark­visst í fjár­festingar sem skapa störf,“ segir Þor­björg. „Þegar haustið nálgast vantar enn upp á að fólk fái skýrari svör um hvers sé að vænta af hálfu stjórn­valda. Stefnu­leysi stjórnarinnar leiðir til þess að við erum enn ekki komin lengra en að leggja plástur yfir fyrir­tækin sem blæðir út.“