Ís­lands­deild Am­ne­sty Intern­at­i­on­al opn­ar í kvöld ár­leg­a mann­rétt­ind­a­her­ferð sína með nýrr­i gagnvirkri ljós­a­inn­setn­ing­u í and­dyr­i bíl­a­kjall­ar­a Hörp­u.

Inn­setn­ing­unn­i er ætl­að að vekj­a at­hygl­i á und­ir­skrift­a­söfn­un í stærst­u al­þjóð­leg­u mann­rétt­ind­a­her­ferð Am­ne­sty Intern­at­i­on­al, Þitt nafn bjarg­ar lífi og skap­a víð­tæk­a vit­und­ar­vakn­ing­u með­al al­menn­ings á Ís­land­i um hvern­ig megi með einföldum hætti hafa jákvæð áhrif á líf þol­end­a mann­rétt­ind­a­brot­a og dreif­a boð­skapn­um.

Í gagn­virk­u ljós­a­inn­setn­ing­unn­i birt­ist nafn þitt um leið og þú skrif­ar und­ir. Á sama tíma býðst þér að stíg­a inn í að­stæð­ur þar sem mann­rétt­ind­a­brot eru fram­in og stöðv­a þau á tákn­ræn­an hátt með skugg­a­mynd þinn­i.

Ætlun­in er þannig að þátt­tak­end­ur fái sterk­a til­finn­ing­u fyr­ir því hverju ein­föld und­ir­skrift geti á­ork­að í mannréttindabaráttunni og hvernig samstaða skiptir máli. Ljós­a­inn­setn­ing­in er unn­in í sam­starf­i við aug­lýs­ing­a­stof­un­a Kont­or Reykj­a­vík, marg­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Gag­ar­ín og kvik­mynd­a­fyr­ir­tæk­ið Falc­or.

„Við feng­um þess­a hug­mynd á Kont­or Reykj­a­vík út frá þess­ar­i hug­mynd að koma í veg fyr­ir mann­rétt­ind­a­brot. Okkur fannst mik­il­vægt að fólk gæti stig­ið inn í að­stæð­ur og upp­lif­að að það væri að koma í veg fyr­ir mann­rétt­ind­a­brot með því að skrif­a und­ir,“ seg­ir Elsa Ni­el­sen hjá Kont­or Reykj­a­vík, ein hönn­uð­a ljós­a­inn­setn­ing­ar­inn­ar, í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Nafnið nýtt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot

Hér áður var á­tak­ið und­ir nafn­in­u Bréf til bjarg­ar lífi en heitir í ár Þitt nafn bjarg­ar lífi og seg­ir Elsa að þau hafi einn­ig vilj­að leggj­a á­hersl­u á það í inn­setn­ing­unn­i.

„Þett­a er þitt nafn og það á að bjarg­a lífi þann­ig að inn­setn­ing­in geng­ur út á það að þeg­ar þú skrif­ar und­ir get­ur þú stig­ið inn í að­stæð­ur með því að fara inn í verk­ið, sem er gagn­virkt. Nafn­ið þitt end­ur­varp­ast svo á vegg þar sem þú ert, mynd­rænt og með nafn­in­u þínu, að koma í veg fyr­ir mann­rétt­ind­a­brot,“ seg­ir Elsa.

Hún seg­ir að þann­ig fái fólk meir­i upp­lif­un við það að setj­a nafn sitt við slíkt átak.

Inn­setn­ing­in verð­ur í fyrst­u í and­dyr­i bíl­a­kjall­ar­a Hörp­u en mun eft­ir helg­i verð­a færð í Kringl­un­a þar sem inn­setn­ing­in mun verð­a uppi frá mið­vik­u­deg­i í næst­u viku í alls tvær vik­ur. Fólk hef­ur því næg­an tíma til að próf­a inn­setn­ing­un­a og til að skrif­a und­ir.

„Í jól­a­und­ir­bún­ingn­um get­ur fólk þann­ig líka haft á­hrif og bjarg­að lífi,“ seg­ir Elsa að lok­um.

Samúel, Elsa og Alex unnu saman að innsetningunni sem frumsýnd verður klukkan 17 í dag í bílakjallara Hörpu.
Fréttablaðið/Ernir

Beita sér fyrir málum barna og ungmenna

Á inn­setn­ing­unn­i verð­ur gest­um boð­ið að skrif­a und­ir tíu á­ríð­and­i mál barn­a og ungs fólks und­ir 25 ára aldr­i sem hafa sætt mann­rétt­ind­a­brot­um víða um heim vegn­a bar­átt­u sinn­ar fyr­ir betr­i kjör­um fólks.

Þar á með­al er Ya­sam­an Ary­an­i frá Íran sem var í júlí á þess­u ári dæmd til 16 ára fang­els­is fyr­ir að stork­a lög­um um höf­uðs­læð­ur í heim­a­land­i sínu og Mag­a­i Mat­i­op Ngong frá Suð­ur-Súd­an sem var árið 2017 dæmd­ur fyr­ir morð og til heng­ing­ar.

Við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar í dag munu fjór­ir lands­þekkt­ir leik­ar­ar leik­les­a sög­ur þol­end­a frá Fil­ipps­eyj­um, Mex­ík­ó, Íran og Suð­ur-Súd­an þar sem lög­regl­u­of­beld­i, dauð­a­refs­ing, bar­átt­a fyr­ir rétt­ind­um kvenn­a og lofts­lags­rétt­læt­i koma við sögu. Leik­kon­an Nann­a Krist­ín Magn­ús­dótt­ir set­ur við­burð­inn form­leg­a.

Hægt er að kynn­a sér á­tak­ið og vinn­u Am­ne­sty nán­ar hér á heim­a­síð­u þeirr­a.

Hér á Fac­e­bo­ok er síð­an hægt að kynn­a sér nán­ar við­burð­inn í Hörp­u sem hefst klukk­an 17 í dag og er op­inn öll­um.