Systir manns sem lést af völdum blóð­tappa, rúmum hálfum mánuði eftir að hafa fengið bólu­efni Ox­ford-AstraZene­ca gegn CO­VID-19, hvetur fólk til að halda á­fram að þiggja bólu­efni gegn veirunni.

Neil Ast­les, 59 ára Eng­lendingur frá Warrington, lést á sunnu­dag en hann fékk bólu­efni Ox­ford-AstraZene­ca þann 17. mars síðast­liðinn. Systir hans, Ali­son Ast­les, ræddi málið við BBC í dag en hún er lyfja­fræðingur og starfs­maður Há­skólans í Hudd­ers­fi­eld.

Evrópska lyfja­stofnunin telur ljóst að tengsl séu á milli bólu­efnis Ox­ford-AstraZene­ca við CO­VID-19 og blóð­tappa. Ali­son segir að sér­fræðingar telja 99,9% líkur á að blóð­tappinn sem bróðir hennar fékk tengist bólu­efninu, en þess er getið í um­fjöllun BBC að enn sé beðið loka­niður­stöðu dánar­dóm­stjóra.

Þrátt fyrir þetta hvetur hún fólk til að halda upp­teknum hætti við bólu­setningar og segir að bróðir hennar hafi verið „ein­stak­lega ó­heppinn“. Þá séu líkurnar á að fá blóð­tappa „mjög litlar“. Ali­son segir að þegar allt kemur til alls muni það bjarga fleiri manns­lífum ef fólk þiggur bólu­efni gegn CO­VID-19 en ef það gerir það ekki.

Bresk heil­brigðis­yfir­völd mæltu með því í gær að ein­stak­lingum sem ekki eru orðnir þrí­tugir skuli bjóða annað bólu­efni en bólu­efni AstraZene­ca. Talið er að 79 ein­staklingar í Bret­landi hafi fengið blóð­tappa af völdum bólu­efnis AstraZene­ca – þar af hafa ní­tján látist. Talið er að líkurnar á að fá blóð­tappa af völdum bólu­efnisins séu um það bil einn á móti milljón.

Í sam­tali við BBC lýsti Ali­son því að bróðir hennar hafi byrjað að fá höfuð­verk og ó­gleði um viku eftir fyrri sprautuna. Sjóntruflanir gerðu svo vart við sig og á föstu­dag í síðustu viku var hann lagður inn á sjúkra­hús. Það var þá sem blóð­tappinn kom í ljós en Neil lést svo að kvöldi páska­dags.

Ali­son sagði að sem systir væri hún reið yfir ör­lögum bróður síns en þrátt fyrir það væri hún þeirrar skoðunar að fólk ætti að þiggja bólu­efnið. „Hættan á því að fá blóð­tappa er mjög, mjög lítil og bróðir minn var ein­stak­linga ó­heppinn.“